Þrjú hundruð ný störf á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. nóvember 2018 14:08 Ásta Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri óska hér hvort öðru til hamingju með nýja miðbæinn þegar skóflustungan fór fram í gær. Vísir/MHH Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“ Árborg Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“
Árborg Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira