Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2018 10:49 Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, hefur farið fram á flýtimeðferð í máli sem tekur til stefnu hennar á hendur SÍ vegna brottreksturs skjólstæðings hennar. Framsýn stéttarfélag á Húsavík fordæmir ólýðræðisleg vinnubrögð trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands sem snúa að brottrekstri Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Og að með því sé komið í veg fyrir framboð hennar til stjórnar á komandi aðalfundi SÍ. Þetta kemur fram í afar harðorðri yfirlýsingu Framsýnar sem stéttarfélagið birti nú fyrir hádegi.Hefur stefnt SÍ vegna brottrekstursins Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, sem er sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur lagt fram stefnu í félagsdómi á hendur SÍ fyrir að hafa með ólögmætum hætti vikið henni úr félaginu. Stundin greindi frá þessu í gær en stefnan byggir á því að stjórnin hafi brotið 2. grein um stéttarfélög og vinnudeilur. Kolbrún hefur farið fram á flýtimeðferð í málinu en framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudegi. Niðurstaða verður kynnt í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag, það er hvort fallist verði á flýtimeðferð. Ef það verður ekki er sá möguleiki í stöðunni að farið verði fram á lögbann og frestun kosninga til stjórnar. Enn liggur ekki fyrir framboðslisti uppstillinganefndar SÍ en venja er að hann sé kynntur þegar auglýst er eftir framboðum til stjórnar. Heiðveig María hefur gefið það út að hún muni ekki láta þetta yfir sig ganga og því má ætla að enn sé unnið að því að stilla fram framboðslista sem fer gegn lista sitjandi stjórnar. Þó liggur fyrir að það gæti reynst örðugt með Heiðveigu þar á lista, eftir brottreksturinn. Jónas Garðarsson, sitjandi formaður hefur gefið það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram en hugsanlega gæti afstaða hans hafa breyst í kjölfar þess að sameiningaviðræður nokkurra félaga sjómanna sigldu í strand. Samkvæmt lögum félagsins situr Jónas áfram út allt næsta ár, fram að aðalfundi ársins 2019. Svo var litið á að stjórnarkjör sem fram fer í næsta mánuði væri til málamynda en nú er komin upp önnur staða. Jónas hefur gefið það út að SÍ ætli að stefna Heiðveigu Maríu fyrir meiðyrði en Jónas er afar ósáttur við málflutning hennar og telur hana hafa skaðað félagið. Sá skaði snýr einkum að því að Jónas kennir henni um að samingaviðræðurnar fóru í hnút. Forkastanlegt samþykki trúnaðarráðs Ljóst er að veruleg ólga er meðal verklýðshreyfingarinnar vegna málsins og meðal sjómanna. Í yfirlýsingu Framsýnar segir að mikilvægt sé að félagsmenn Sjómannafélags Íslands bregðist við þessari forkastanlegu samþykkt trúnaðarráðs félagsins og mótmæli henni harðlega. Vinnubrögð sem þessi eru ekki boðleg og eiga ekki að líðast í lýðræðislegum stéttarfélögum. Bent er á að félagsaðild að stéttarfélagi fylgi mikilvæg réttindi sem er hluti af „velferð launafólks á vinnumarkaði og hún tryggir vernd félagsmanna í samskiptum þeirra við atvinnurekendur. Stéttarfélagi er ekki undir neinum kringumstæðum heimilt að reka félagsmann úr félaginu og svipta hann þar með þessum réttindum. „Aðild að stéttarfélagi felur jafnframt í sér rétt til lýðræðislegrar þátttöku og áhrifa í félaginu með málfrelsi, tillögurétti, atkvæðisrétti og kjörgengi. Krafa um greiðslu félagsgjalda í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi innan félagsins felur augljóslega í sér ólögmætar hömlur á frelsi og réttindi félagsmanna og slíkt þekkist ekki innan íslenskrar verkalýðshreyfingar.“ Framsýn stéttarfélag skorar því á forystu Sjómannafélags Íslands að virða lög og reglur sem gilda almennt um starfsemi stéttarfélaga og kjörgengi félagsmanna á vegum verkalýðshreyfingarinnar og afturkalla ákvörðun sína um brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Kjaramál Tengdar fréttir Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Framsýn stéttarfélag á Húsavík fordæmir ólýðræðisleg vinnubrögð trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands sem snúa að brottrekstri Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Og að með því sé komið í veg fyrir framboð hennar til stjórnar á komandi aðalfundi SÍ. Þetta kemur fram í afar harðorðri yfirlýsingu Framsýnar sem stéttarfélagið birti nú fyrir hádegi.Hefur stefnt SÍ vegna brottrekstursins Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, sem er sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur lagt fram stefnu í félagsdómi á hendur SÍ fyrir að hafa með ólögmætum hætti vikið henni úr félaginu. Stundin greindi frá þessu í gær en stefnan byggir á því að stjórnin hafi brotið 2. grein um stéttarfélög og vinnudeilur. Kolbrún hefur farið fram á flýtimeðferð í málinu en framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudegi. Niðurstaða verður kynnt í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag, það er hvort fallist verði á flýtimeðferð. Ef það verður ekki er sá möguleiki í stöðunni að farið verði fram á lögbann og frestun kosninga til stjórnar. Enn liggur ekki fyrir framboðslisti uppstillinganefndar SÍ en venja er að hann sé kynntur þegar auglýst er eftir framboðum til stjórnar. Heiðveig María hefur gefið það út að hún muni ekki láta þetta yfir sig ganga og því má ætla að enn sé unnið að því að stilla fram framboðslista sem fer gegn lista sitjandi stjórnar. Þó liggur fyrir að það gæti reynst örðugt með Heiðveigu þar á lista, eftir brottreksturinn. Jónas Garðarsson, sitjandi formaður hefur gefið það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram en hugsanlega gæti afstaða hans hafa breyst í kjölfar þess að sameiningaviðræður nokkurra félaga sjómanna sigldu í strand. Samkvæmt lögum félagsins situr Jónas áfram út allt næsta ár, fram að aðalfundi ársins 2019. Svo var litið á að stjórnarkjör sem fram fer í næsta mánuði væri til málamynda en nú er komin upp önnur staða. Jónas hefur gefið það út að SÍ ætli að stefna Heiðveigu Maríu fyrir meiðyrði en Jónas er afar ósáttur við málflutning hennar og telur hana hafa skaðað félagið. Sá skaði snýr einkum að því að Jónas kennir henni um að samingaviðræðurnar fóru í hnút. Forkastanlegt samþykki trúnaðarráðs Ljóst er að veruleg ólga er meðal verklýðshreyfingarinnar vegna málsins og meðal sjómanna. Í yfirlýsingu Framsýnar segir að mikilvægt sé að félagsmenn Sjómannafélags Íslands bregðist við þessari forkastanlegu samþykkt trúnaðarráðs félagsins og mótmæli henni harðlega. Vinnubrögð sem þessi eru ekki boðleg og eiga ekki að líðast í lýðræðislegum stéttarfélögum. Bent er á að félagsaðild að stéttarfélagi fylgi mikilvæg réttindi sem er hluti af „velferð launafólks á vinnumarkaði og hún tryggir vernd félagsmanna í samskiptum þeirra við atvinnurekendur. Stéttarfélagi er ekki undir neinum kringumstæðum heimilt að reka félagsmann úr félaginu og svipta hann þar með þessum réttindum. „Aðild að stéttarfélagi felur jafnframt í sér rétt til lýðræðislegrar þátttöku og áhrifa í félaginu með málfrelsi, tillögurétti, atkvæðisrétti og kjörgengi. Krafa um greiðslu félagsgjalda í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi innan félagsins felur augljóslega í sér ólögmætar hömlur á frelsi og réttindi félagsmanna og slíkt þekkist ekki innan íslenskrar verkalýðshreyfingar.“ Framsýn stéttarfélag skorar því á forystu Sjómannafélags Íslands að virða lög og reglur sem gilda almennt um starfsemi stéttarfélaga og kjörgengi félagsmanna á vegum verkalýðshreyfingarinnar og afturkalla ákvörðun sína um brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu.
Kjaramál Tengdar fréttir Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði