Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2018 20:15 Á þessu ári hefur WOW air flutt fjóra af hverjum tíu farþegum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. „Við erum fyrst og fremst að grípa til einhverra aðgerða ef allt fer á versta veg á þessum íslenska flugmarkaði. Stærsti viðskiptavinur okkar er WOW air og félagið hefur verið mikið í kastljósinu. Það gekk ekki eftir þessi sala til Icelandair og það er komin upp meiri óvissa,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Sigþór segir að uppsögn starfsmannanna sé varúðarráðstöfun og uppsagnirnar verði dregnar til baka ef það tekst að tryggja fjármögnun WOW air með öðrum hætti, til dæmis með aðkomu nýs aðila að félaginu. WOW air flytur fjóra af hverjum tíu flugfarþegum sem koma til landsins. Icelandair flytur aðra fjóra og á þriðja tug erlendra flugfélaga flytja tvo. Af þessari ástæðu er morgunljóst að íslensk ferðaþjónusta á mikið undir velgengni WOW air. Fall félagsins myndi hafa keðjuverkandi áhrif á rekstur hótela og gistihúsa, veitingastaða og rútu- og annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Í sviðsmyndagreiningu sem samráðshópur stjórnvalda lét vinna í lok sumars kemur fram að landsframleiðsla myndi dragast saman um tvö til þrjú prósent, útflutningur myndi dragast saman um tíu prósent og gengi krónunnar myndi veikjast um 13 prósent ef WOW air færi í þrot. Mikilvægi WOW air endurspeglast ágætlega því að í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá 7. nóvember er á þremur stöðum fjallað um WOW air og óvissu um rekstrarhorfur flugfélagsins Þannig hafði óvissan um WOW air neikvæð áhrif á verðbólguvæntingar og ýtti undir veikingu á gengi íslensku krónunnar fyrr á þessu ári.Elvar Ingi Möller, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir brýnt að eyða óvissu um WOW air sem fyrst. „Við erum búin að vera með þetta hangandi yfir okkur í íslensku efnahagslífi í þrjá mánuði. Óvissa er alltaf slæm og það er orðið mjög mikilvægt mál að við förum að fá einhverja vissu um það hvernig þetta mál þróast eða einhvern endi í þetta mál,“ segir Elvar. Sveinn Þórarinssin hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir ástæðulaust að teikna upp of dökka mynd af stöðunni þótt allt fari á versta veg hjá WOW air. „Ef að Ísland er áhugaverður kostur fyrir erlenda ferðamenn þá kemur einhver annar og tekur upp slakann. Það er því kannski alveg óþarfi að vera að mála upp of svarta mynd. Þetta kemur allt í ljós. Ef það er eftirspurn hjá ferðamönnum þá finnst manni líklegt að einhver flugfélög komi og fylli upp í skarðið og áhrifin verði minni en hversu mikil áhrifin verði (til skamms tíma) er ómögulegt að spá fyrir um,“ segir Sveinn. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14 Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43 „Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 29. nóvember 2018 18:22 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. „Við erum fyrst og fremst að grípa til einhverra aðgerða ef allt fer á versta veg á þessum íslenska flugmarkaði. Stærsti viðskiptavinur okkar er WOW air og félagið hefur verið mikið í kastljósinu. Það gekk ekki eftir þessi sala til Icelandair og það er komin upp meiri óvissa,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Sigþór segir að uppsögn starfsmannanna sé varúðarráðstöfun og uppsagnirnar verði dregnar til baka ef það tekst að tryggja fjármögnun WOW air með öðrum hætti, til dæmis með aðkomu nýs aðila að félaginu. WOW air flytur fjóra af hverjum tíu flugfarþegum sem koma til landsins. Icelandair flytur aðra fjóra og á þriðja tug erlendra flugfélaga flytja tvo. Af þessari ástæðu er morgunljóst að íslensk ferðaþjónusta á mikið undir velgengni WOW air. Fall félagsins myndi hafa keðjuverkandi áhrif á rekstur hótela og gistihúsa, veitingastaða og rútu- og annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Í sviðsmyndagreiningu sem samráðshópur stjórnvalda lét vinna í lok sumars kemur fram að landsframleiðsla myndi dragast saman um tvö til þrjú prósent, útflutningur myndi dragast saman um tíu prósent og gengi krónunnar myndi veikjast um 13 prósent ef WOW air færi í þrot. Mikilvægi WOW air endurspeglast ágætlega því að í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá 7. nóvember er á þremur stöðum fjallað um WOW air og óvissu um rekstrarhorfur flugfélagsins Þannig hafði óvissan um WOW air neikvæð áhrif á verðbólguvæntingar og ýtti undir veikingu á gengi íslensku krónunnar fyrr á þessu ári.Elvar Ingi Möller, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir brýnt að eyða óvissu um WOW air sem fyrst. „Við erum búin að vera með þetta hangandi yfir okkur í íslensku efnahagslífi í þrjá mánuði. Óvissa er alltaf slæm og það er orðið mjög mikilvægt mál að við förum að fá einhverja vissu um það hvernig þetta mál þróast eða einhvern endi í þetta mál,“ segir Elvar. Sveinn Þórarinssin hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir ástæðulaust að teikna upp of dökka mynd af stöðunni þótt allt fari á versta veg hjá WOW air. „Ef að Ísland er áhugaverður kostur fyrir erlenda ferðamenn þá kemur einhver annar og tekur upp slakann. Það er því kannski alveg óþarfi að vera að mála upp of svarta mynd. Þetta kemur allt í ljós. Ef það er eftirspurn hjá ferðamönnum þá finnst manni líklegt að einhver flugfélög komi og fylli upp í skarðið og áhrifin verði minni en hversu mikil áhrifin verði (til skamms tíma) er ómögulegt að spá fyrir um,“ segir Sveinn.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14 Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43 „Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 29. nóvember 2018 18:22 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30
Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður Þurftu að hætta við lendingu í Dublin. 28. nóvember 2018 08:14
Lofar starfsfólki WOW launum Starfsfólk WOW Air mun fá greidd laun um næstu mánaðamót. 28. nóvember 2018 11:43
„Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 29. nóvember 2018 18:22
Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30
Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11