Helena hafði betur gegn Haukum í fyrsta leiknum með Val Anton Ingi Leifsson skrifar 25. nóvember 2018 21:09 Helena er hún skrifaði undir. vísir/vilhelm Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira