Pétur: Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarliðið Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 23. nóvember 2018 22:19 Pétur Ingvarsson er þjálfari Blika. vísir/skjáskot/s2 „Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarlið á landinu. Það er hugsanleg ástæða fyrir því að við töpum en ég veit ekki hvort það er,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðablik eftir leik kvöldsins. Snorri Hrafnkelsson byrjunarliðsmaður hjá Blikum var ekki með í kvöld en hann fékk heilahristing. Valsmenn voru töluvert betri undir körfunni í kvöld og ætli það hafi ekki vantað Snorra. „Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í allan vetur. Hann er kannski búinn að vera okkar jafnbesti maður hingað til. Það eru hinsvegar meiðsli í þessu og menn verða að vera undirbúnir fyrir það. Hann var ekki með í kvöld en það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði verið með í kvöld. Það minnkið muninn eftir að þið farið í svæðisvörn í þriðja leikhluta. Sérðu eftir því að hafa ekki farið fyrr í svæðisvörnina? „Við náðum ekkert að stoppa þá maður á mann. Þeir eru með góðar skyttur og ef við hefðum verið í svæðisvörn lengur svo þeir hefðu örugglega getað skotið okkur í kaf þannig líka. Ég veit það ekki, þetta er ómögulegt að segja. Við vorum líka klaufalegir í sókn oft og fengum fullt af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki og það er kannski meira einbeitingarleysi í þessu. Ég var að vona að við hefðum komið aðeins öflugri inn í þennan leik. Þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er bara áfram gakk og við verðum að reyna að taka eitthvað úr þessu og reyna að bæta okkur.” Þegar Kendall fékk boltahindranir létuð þið stóra manninn mæta honum á vítalínunni. Þegar þú lítur tilbaka værir þú til í að breyta þessari taktík? „Þetta er bara það sem við erum búnir að vera æfa uppá síðkastið. Þetta er okkar boltahindrunarvörn og hún virkaði í síðasta leik og hún virkaði illa í þessum leik svo það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við erum búnir að vera að lenda í vandræðum með stóra menn þegar þeir eru að rúlla inn. Við vorum eitthvað að reyna að loka fyrir það en þá bara opnast eitthvað annað. Maður verður að velja sér einhverskonar eitur í þessu og við erum einhvern veginn alltaf að velja vitlaust.” Munið þið breyta miklu taktísk í landsleikjahlénu? „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá er þetta ekki að virka hjá okkur. Við þurfum hugsanlega að skoða hvort við þurfum að breyta einhverri taktík. Bara eins og þetta með vörnina á boltahindranirnar. Möguleikum í sókninni, hvernig við ráðumst á andstæðingana sóknarlega. Það er bara margt sem við þurfum að skoða og það er í sjálfu sér allt undir í því. Það er annað hvort að láta þetta vera allt eins eða reyna að bæta einhverju við og reyna að auka möguleika okkar til að vinna fleiri leiki en einn af átta.” Þið eruð einungis með einn sigur eftir sjö leiki, ertu nokkuð hræddur við falldrauginn? „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ekki vel út. Bæði við og önnur lið hafa verið að breytast með mjög stuttum fyrivara. Það getur ýmislegt breyst í þessu. Við gætum fundið út hvernig á að spila vörn á boltahindranir, við gætum fundið út hvernig við getum skorað auðveldari körfur þannig að við skulum vona að þetta hlé hjálpi okkur eitthvað í þeirri vinnu.” Dominos-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
„Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarlið á landinu. Það er hugsanleg ástæða fyrir því að við töpum en ég veit ekki hvort það er,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðablik eftir leik kvöldsins. Snorri Hrafnkelsson byrjunarliðsmaður hjá Blikum var ekki með í kvöld en hann fékk heilahristing. Valsmenn voru töluvert betri undir körfunni í kvöld og ætli það hafi ekki vantað Snorra. „Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í allan vetur. Hann er kannski búinn að vera okkar jafnbesti maður hingað til. Það eru hinsvegar meiðsli í þessu og menn verða að vera undirbúnir fyrir það. Hann var ekki með í kvöld en það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði verið með í kvöld. Það minnkið muninn eftir að þið farið í svæðisvörn í þriðja leikhluta. Sérðu eftir því að hafa ekki farið fyrr í svæðisvörnina? „Við náðum ekkert að stoppa þá maður á mann. Þeir eru með góðar skyttur og ef við hefðum verið í svæðisvörn lengur svo þeir hefðu örugglega getað skotið okkur í kaf þannig líka. Ég veit það ekki, þetta er ómögulegt að segja. Við vorum líka klaufalegir í sókn oft og fengum fullt af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki og það er kannski meira einbeitingarleysi í þessu. Ég var að vona að við hefðum komið aðeins öflugri inn í þennan leik. Þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er bara áfram gakk og við verðum að reyna að taka eitthvað úr þessu og reyna að bæta okkur.” Þegar Kendall fékk boltahindranir létuð þið stóra manninn mæta honum á vítalínunni. Þegar þú lítur tilbaka værir þú til í að breyta þessari taktík? „Þetta er bara það sem við erum búnir að vera æfa uppá síðkastið. Þetta er okkar boltahindrunarvörn og hún virkaði í síðasta leik og hún virkaði illa í þessum leik svo það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við erum búnir að vera að lenda í vandræðum með stóra menn þegar þeir eru að rúlla inn. Við vorum eitthvað að reyna að loka fyrir það en þá bara opnast eitthvað annað. Maður verður að velja sér einhverskonar eitur í þessu og við erum einhvern veginn alltaf að velja vitlaust.” Munið þið breyta miklu taktísk í landsleikjahlénu? „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá er þetta ekki að virka hjá okkur. Við þurfum hugsanlega að skoða hvort við þurfum að breyta einhverri taktík. Bara eins og þetta með vörnina á boltahindranirnar. Möguleikum í sókninni, hvernig við ráðumst á andstæðingana sóknarlega. Það er bara margt sem við þurfum að skoða og það er í sjálfu sér allt undir í því. Það er annað hvort að láta þetta vera allt eins eða reyna að bæta einhverju við og reyna að auka möguleika okkar til að vinna fleiri leiki en einn af átta.” Þið eruð einungis með einn sigur eftir sjö leiki, ertu nokkuð hræddur við falldrauginn? „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ekki vel út. Bæði við og önnur lið hafa verið að breytast með mjög stuttum fyrivara. Það getur ýmislegt breyst í þessu. Við gætum fundið út hvernig á að spila vörn á boltahindranir, við gætum fundið út hvernig við getum skorað auðveldari körfur þannig að við skulum vona að þetta hlé hjálpi okkur eitthvað í þeirri vinnu.”
Dominos-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira