Fríverslunarsamningur við Indónesíu undirritaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 15:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við undirritunina í Genf í dag. EFTA Ráðherrar frá EFTA-ríkjunum fjórum undirrituðu yfirlýsingu í dag um lok viðræðna EFTA og Indónesíu um fríverslunarsamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni „tryggja íslenskum útflytjendum greiðan aðgang að mörkuðum í þessu fjórða fjölmennasta ríki heims,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Samningurinn tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, opinberra útboða, hugverkaréttinda og sjálfbærrar þróunar. Á meðal þeirra vöruflokka sem falla undir samninginn eru fisk- og sjávarafurðir, iðnaðar- og tæknivörur, sem og landbúnaðarafurðir. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að þessum samningi fylgi augljós ávinningur fyrir íslenska útflytjendur. Indónesía sé ört vaxandi markaður með 260 milljónir íbúa en samanlögð vöruskipti Íslands og Indónesíu í fyrra námu rúmum milljarði króna. Indónesía var 67 stærsti vöruútfluningsmarkaður Íslands á síðasta ári og 49 vöruinnflutningslandið. Íslendingar flytja einna helst inn skó og annan fatnað inn frá Indónesíu, sem á móti kaupir mikið af makríl, loðnu og þorski frá Íslandi.Fleiri samningar á borðinu „Viðræðurnar tóku drjúgan tíma en niðurstaðan er líka ákaflega góð og því fagna ég þessum áfanga innilega,“ segir Guðlaugur Þór sem undirritaði yfirlýsinguna í Genf í dag. Auk hans voru ráðherrar frá Noregi, Lichtenstein og Sviss samankomnir á haustfundi EFTA-ríkjanna. Þar fóru þeir meðal annars yfir stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og hvert skyldi stefna í þeim efnum. Er einhugur sagður hafa verið á fundinum um að halda áfram fríverslunarviðræðum EFTA við Indland, Víetnam, Malasíu og Mercosur-ríkin. Þá eiga ráðherrarnir að hafa rætt „hugsanlega uppfærslu á gildandi fríverslunarsamningum EFTA við Kanada, Chile og Mexíkó og möguleika á að hefja fríverslunarviðræður við Pakistan, Moldóvu og Kósovó í náinni framtíð.“ EFTA ríkin hafa nú gert 28 fríverslunarsamninga við 39 ríki eða landssvæði og sex samstarfsyfirlýsingar. Indónesía Utanríkismál Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ráðherrar frá EFTA-ríkjunum fjórum undirrituðu yfirlýsingu í dag um lok viðræðna EFTA og Indónesíu um fríverslunarsamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni „tryggja íslenskum útflytjendum greiðan aðgang að mörkuðum í þessu fjórða fjölmennasta ríki heims,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Samningurinn tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, opinberra útboða, hugverkaréttinda og sjálfbærrar þróunar. Á meðal þeirra vöruflokka sem falla undir samninginn eru fisk- og sjávarafurðir, iðnaðar- og tæknivörur, sem og landbúnaðarafurðir. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að þessum samningi fylgi augljós ávinningur fyrir íslenska útflytjendur. Indónesía sé ört vaxandi markaður með 260 milljónir íbúa en samanlögð vöruskipti Íslands og Indónesíu í fyrra námu rúmum milljarði króna. Indónesía var 67 stærsti vöruútfluningsmarkaður Íslands á síðasta ári og 49 vöruinnflutningslandið. Íslendingar flytja einna helst inn skó og annan fatnað inn frá Indónesíu, sem á móti kaupir mikið af makríl, loðnu og þorski frá Íslandi.Fleiri samningar á borðinu „Viðræðurnar tóku drjúgan tíma en niðurstaðan er líka ákaflega góð og því fagna ég þessum áfanga innilega,“ segir Guðlaugur Þór sem undirritaði yfirlýsinguna í Genf í dag. Auk hans voru ráðherrar frá Noregi, Lichtenstein og Sviss samankomnir á haustfundi EFTA-ríkjanna. Þar fóru þeir meðal annars yfir stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og hvert skyldi stefna í þeim efnum. Er einhugur sagður hafa verið á fundinum um að halda áfram fríverslunarviðræðum EFTA við Indland, Víetnam, Malasíu og Mercosur-ríkin. Þá eiga ráðherrarnir að hafa rætt „hugsanlega uppfærslu á gildandi fríverslunarsamningum EFTA við Kanada, Chile og Mexíkó og möguleika á að hefja fríverslunarviðræður við Pakistan, Moldóvu og Kósovó í náinni framtíð.“ EFTA ríkin hafa nú gert 28 fríverslunarsamninga við 39 ríki eða landssvæði og sex samstarfsyfirlýsingar.
Indónesía Utanríkismál Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira