Fríverslunarsamningur við Indónesíu undirritaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 15:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við undirritunina í Genf í dag. EFTA Ráðherrar frá EFTA-ríkjunum fjórum undirrituðu yfirlýsingu í dag um lok viðræðna EFTA og Indónesíu um fríverslunarsamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni „tryggja íslenskum útflytjendum greiðan aðgang að mörkuðum í þessu fjórða fjölmennasta ríki heims,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Samningurinn tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, opinberra útboða, hugverkaréttinda og sjálfbærrar þróunar. Á meðal þeirra vöruflokka sem falla undir samninginn eru fisk- og sjávarafurðir, iðnaðar- og tæknivörur, sem og landbúnaðarafurðir. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að þessum samningi fylgi augljós ávinningur fyrir íslenska útflytjendur. Indónesía sé ört vaxandi markaður með 260 milljónir íbúa en samanlögð vöruskipti Íslands og Indónesíu í fyrra námu rúmum milljarði króna. Indónesía var 67 stærsti vöruútfluningsmarkaður Íslands á síðasta ári og 49 vöruinnflutningslandið. Íslendingar flytja einna helst inn skó og annan fatnað inn frá Indónesíu, sem á móti kaupir mikið af makríl, loðnu og þorski frá Íslandi.Fleiri samningar á borðinu „Viðræðurnar tóku drjúgan tíma en niðurstaðan er líka ákaflega góð og því fagna ég þessum áfanga innilega,“ segir Guðlaugur Þór sem undirritaði yfirlýsinguna í Genf í dag. Auk hans voru ráðherrar frá Noregi, Lichtenstein og Sviss samankomnir á haustfundi EFTA-ríkjanna. Þar fóru þeir meðal annars yfir stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og hvert skyldi stefna í þeim efnum. Er einhugur sagður hafa verið á fundinum um að halda áfram fríverslunarviðræðum EFTA við Indland, Víetnam, Malasíu og Mercosur-ríkin. Þá eiga ráðherrarnir að hafa rætt „hugsanlega uppfærslu á gildandi fríverslunarsamningum EFTA við Kanada, Chile og Mexíkó og möguleika á að hefja fríverslunarviðræður við Pakistan, Moldóvu og Kósovó í náinni framtíð.“ EFTA ríkin hafa nú gert 28 fríverslunarsamninga við 39 ríki eða landssvæði og sex samstarfsyfirlýsingar. Indónesía Utanríkismál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Ráðherrar frá EFTA-ríkjunum fjórum undirrituðu yfirlýsingu í dag um lok viðræðna EFTA og Indónesíu um fríverslunarsamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni „tryggja íslenskum útflytjendum greiðan aðgang að mörkuðum í þessu fjórða fjölmennasta ríki heims,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Samningurinn tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, opinberra útboða, hugverkaréttinda og sjálfbærrar þróunar. Á meðal þeirra vöruflokka sem falla undir samninginn eru fisk- og sjávarafurðir, iðnaðar- og tæknivörur, sem og landbúnaðarafurðir. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að þessum samningi fylgi augljós ávinningur fyrir íslenska útflytjendur. Indónesía sé ört vaxandi markaður með 260 milljónir íbúa en samanlögð vöruskipti Íslands og Indónesíu í fyrra námu rúmum milljarði króna. Indónesía var 67 stærsti vöruútfluningsmarkaður Íslands á síðasta ári og 49 vöruinnflutningslandið. Íslendingar flytja einna helst inn skó og annan fatnað inn frá Indónesíu, sem á móti kaupir mikið af makríl, loðnu og þorski frá Íslandi.Fleiri samningar á borðinu „Viðræðurnar tóku drjúgan tíma en niðurstaðan er líka ákaflega góð og því fagna ég þessum áfanga innilega,“ segir Guðlaugur Þór sem undirritaði yfirlýsinguna í Genf í dag. Auk hans voru ráðherrar frá Noregi, Lichtenstein og Sviss samankomnir á haustfundi EFTA-ríkjanna. Þar fóru þeir meðal annars yfir stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og hvert skyldi stefna í þeim efnum. Er einhugur sagður hafa verið á fundinum um að halda áfram fríverslunarviðræðum EFTA við Indland, Víetnam, Malasíu og Mercosur-ríkin. Þá eiga ráðherrarnir að hafa rætt „hugsanlega uppfærslu á gildandi fríverslunarsamningum EFTA við Kanada, Chile og Mexíkó og möguleika á að hefja fríverslunarviðræður við Pakistan, Moldóvu og Kósovó í náinni framtíð.“ EFTA ríkin hafa nú gert 28 fríverslunarsamninga við 39 ríki eða landssvæði og sex samstarfsyfirlýsingar.
Indónesía Utanríkismál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira