„Góður Garðabær“ – Íbúalýðræði aukið Sigríður Hulda Jónsdóttir og Almar Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Garðabær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að setja sér lýðræðisstefnu árið 2010. Alla tíð síðan hefur íbúasamráð skipað veigamikinn sess í störfum bæjarins. Síðastliðin fjögur ár voru til dæmis haldnir 37 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir. Nýverið samþykkti bæjarstjórn tillögu undirritaðra sem miðar að því að efla enn frekar íbúasamráð með því að setja það í formfastari farveg og leita nýrra leiða í samtali við íbúa. Sterk tengsl við íbúa eru mikilvæg Grundvallarskylda sveitarstjórna er að taka ákvarðanir með hliðsjón af þörfum og hagsmunum íbúa og sveitarfélagsins í heild eins og fram kemur í nýútkominni handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Sterk tengsl við íbúa sem þekkja eigin nærumhverfi best skapar forsendur fyrir samráðsmenningu og farsælli ákvarðanatöku. Íbúasamráð á að vera fastur liður í stjórnkerfi sveitarfélaga. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sveitarstjórnir sem koma sér upp samráðsmenningu njóta meira trausts meðal íbúa og þar ríkir meiri ánægja með stjórnun og þjónustu. Íbúasamráð og bæjarbragur Undir heitinu „Góður Garðabær“ mun Garðabær með markvissum hætti skilgreina leiðir til að auka enn frekar íbúasamráð, m.a. með því að íbúar skilgreini sjálfir verkefni og kjósi síðan um hvaða verkefni eiga að hljóta framgang. Þannig verður leitað til bæjarbúa varðandi hugmyndir að nýframkvæmdum og/eða viðhaldsverkefnum með áherslu á öryggi bæjarbúa, hreyfi- og leikmöguleika og aukin lífsgæði í nærumhverfi og hverfum. Einnig verður lögð áhersla á verkefni sem efla bæjarbraginn í heild sinni. Tillagan felur í sér að þegar á næsta ári verði stigið skref í þessa átt með því að verja ákveðinni fjárhæð í málið sem hægt verður að hækka þegar reynsla er komin á vinnulagið og árangur verklagsins verður sýnilegur. Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu og verja fé til framkvæmda eftir forgangsröðun íbúanna sjálfra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að setja sér lýðræðisstefnu árið 2010. Alla tíð síðan hefur íbúasamráð skipað veigamikinn sess í störfum bæjarins. Síðastliðin fjögur ár voru til dæmis haldnir 37 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir. Nýverið samþykkti bæjarstjórn tillögu undirritaðra sem miðar að því að efla enn frekar íbúasamráð með því að setja það í formfastari farveg og leita nýrra leiða í samtali við íbúa. Sterk tengsl við íbúa eru mikilvæg Grundvallarskylda sveitarstjórna er að taka ákvarðanir með hliðsjón af þörfum og hagsmunum íbúa og sveitarfélagsins í heild eins og fram kemur í nýútkominni handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Sterk tengsl við íbúa sem þekkja eigin nærumhverfi best skapar forsendur fyrir samráðsmenningu og farsælli ákvarðanatöku. Íbúasamráð á að vera fastur liður í stjórnkerfi sveitarfélaga. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sveitarstjórnir sem koma sér upp samráðsmenningu njóta meira trausts meðal íbúa og þar ríkir meiri ánægja með stjórnun og þjónustu. Íbúasamráð og bæjarbragur Undir heitinu „Góður Garðabær“ mun Garðabær með markvissum hætti skilgreina leiðir til að auka enn frekar íbúasamráð, m.a. með því að íbúar skilgreini sjálfir verkefni og kjósi síðan um hvaða verkefni eiga að hljóta framgang. Þannig verður leitað til bæjarbúa varðandi hugmyndir að nýframkvæmdum og/eða viðhaldsverkefnum með áherslu á öryggi bæjarbúa, hreyfi- og leikmöguleika og aukin lífsgæði í nærumhverfi og hverfum. Einnig verður lögð áhersla á verkefni sem efla bæjarbraginn í heild sinni. Tillagan felur í sér að þegar á næsta ári verði stigið skref í þessa átt með því að verja ákveðinni fjárhæð í málið sem hægt verður að hækka þegar reynsla er komin á vinnulagið og árangur verklagsins verður sýnilegur. Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu og verja fé til framkvæmda eftir forgangsröðun íbúanna sjálfra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun