Þungbær reynsla og rándýr! Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Oft hefur verið rætt um hátt hlutfall sjúklinga í greiðsluþátttöku vegna læknis- og lyfjakostnaðar. Þótt vissulega hafi þau mál þokast í rétta átt er enn umtalsverður kostnaður sem lendir á sjúklingum. Þannig taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt kostnaði við sálfræðiþjónustu, nema að takmörkuðu leyti, og lítinn þátt í tannlæknakostnaði. Reynslan sýnir að þeir sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm þurfa margir hverjir ekki síður á sálfræðiþjónustu að halda en hefðbundinni læknisþjónustu. Þá er það þekkt staðreynd að sumar lyfjameðferðir hafa afar slæm áhrif á tennur sem felur í sér umtalsverðan tannlæknakostnað. Þá er enn ónefndur kostnaður vegna tæknifrjóvgunar sem er aðeins að mjög litlu leyti niðurgreiddur af SÍ. Skjólstæðingar Krafts, ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, eiga flestir í erfiðleikum með að eignast barn á hefðbundinn hátt þar sem lyfjameðferðin hefur neikvæð áhrif á frjósemi – bæði karla og kvenna. Krabbameinsgreint ungt fólk þarf því annað hvort að gangast undir tæknifrjóvgun eða ættleiða barn. Síðari valkosturinn er svo kostnaðarsamur að fæstir fara þá leið. Tæknifrjóvgun er einnig afar dýr kostur og ekki á færi allra að standa straum af honum. Þannig kostar glasafrjóvgun kr. 480.000 í fyrsta skipti en meðferðir nr 2-4 kosta 255.000 krónur hver en þó aðeins fyrir þá sem eiga ekki barn saman. Allar meðferðir eftir það kosta 480.000. Það skal tekið fram að algengt er að fólk þurfi að undirgangast fleiri en eina meðferð og fyrir þær þarf að borga – án tillits til árangurs. Auk þeirra upphæða sem hér hafa verið tilgreindar er margs konar annar kostnaður sem fylgir tæknifrjóvgun, s.s. geymsla sæðis og fósturvísa og margt fleira. Þá er enn ónefndur kostnaður við kaup á alls kyns lyfjum sem nauðsynleg eru í ferlinu, læknisheimsóknir, rannsóknir og fl. Það segir sig því sjálft að kostnaður við að eignast barn með hjálp tækninnar getur hlaupið á hundruðum þúsunda og í mörgum tilfellum milljónum. Varla þarf að taka fram hversu þungbært það er fyrir fólk að greinast með krabbamein – hvað þá ungt fólk í blóma lífsins. Ofan á það mikla álag sem því fylgir bætast áhyggjur af því hvernig standa skuli straum af þeim kostnaði sem sjúkdómnum fylgir. Þar gildir ekki að forgangsraða í heimilisbókhaldinu – því fólk hefur ekkert val. Það verður að borga. Þessi umtalsverði kostnaður bætist við aðra kostnaðarliði hjá ungu fólki sem flest hefur nægar skuldbindingar fyrir, t.d. húsnæðis- og bílalán, námslán og fleira. Þótt greiðsluþátttaka þeirra sem eru með langvinna sjúkdóma hafi lækkað eitthvað, þurfa margir auk þess að greiða háar fjárhæðir í sálfræði- og tannlæknaþjónustu. Það voru því sár vonbrigði þegar þeir kostnaðarliðir voru ekki teknir til greina, hvað þennan hóp varðar, þegar greiðsluþátttökukerfið var endurskoðað á síðasta ári. Það hljóta einnig að vera almenn mannréttindi að eiga möguleikann á að eignast barn án þess að stefna fjárhag fjölskyldunnar í voða. Kraftur hvetur stjórnvöld til að forgangsraða þeim fjármunum sem eru til skiptanna heilbrigðiskerfinu á þann veg að ungt fólk með lífsógnandi sjúkdóm geti lifað mannsæmandi lífi á sama tíma og það berst fyrir að ná heilsu á ný.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun