Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 18:32 Donald Trump hefur áður beðið um 25 milljarða dala til að byggja vegginn. Nú vill hann minnst fimm. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Trump vill minnst fimm milljarða dala til að byrja á vegg við landamæri Mexíkó og Demókratar vilja meðal annars löggjöf sem ætlað er að verja Robert Mueller, sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þar að auki er útlit fyrir að hluta ríkisstofnana verði lokað eftir tvær vikur nái þingið og Trump ekki höndum saman. Þar að auki eru Repúblikanar að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs og er þetta því síðasta tækifæri þeirra í minnst nokkur ár, til að tryggja Trump fjármagn til veggjasmíðarinnar, samkvæmt Politico.Báðar fylkingar hafa heitið því að gefa ekki eftir. Trump hefur ekki viljað útiloka að loka hluta ríkisstofnanna en þingið tryggði um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Það eina sem virðist þó standa í vegi fyrir nýrri samþykkt nýrra fjárlaga er smíði veggjarins. Mögulegt samkomulag á milli þingmanna þarf því væntanlega að innihalda einhvers konar fjárútlát til veggjarins því annars gæti Trump ákveðið að staðfesta frumvarpið ekki. Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði í gær að hann óskaði þess að Demókratar störfuðu með Repúblikönum. „Þeir segja allir að þeir vilji örugg landamæri. Þannig að, þau þarfnast veggja.“ Gerry Connolly, þingmaður Demókrataflokksins, sagði aftur á móti að hann teldi að ekki væri rætt að ræða vegginn þar sem Trump hefði heitið því að Mexíkó ætti að borga fyrir hann. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Rússarannsóknin Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Trump vill minnst fimm milljarða dala til að byrja á vegg við landamæri Mexíkó og Demókratar vilja meðal annars löggjöf sem ætlað er að verja Robert Mueller, sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þar að auki er útlit fyrir að hluta ríkisstofnana verði lokað eftir tvær vikur nái þingið og Trump ekki höndum saman. Þar að auki eru Repúblikanar að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs og er þetta því síðasta tækifæri þeirra í minnst nokkur ár, til að tryggja Trump fjármagn til veggjasmíðarinnar, samkvæmt Politico.Báðar fylkingar hafa heitið því að gefa ekki eftir. Trump hefur ekki viljað útiloka að loka hluta ríkisstofnanna en þingið tryggði um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Það eina sem virðist þó standa í vegi fyrir nýrri samþykkt nýrra fjárlaga er smíði veggjarins. Mögulegt samkomulag á milli þingmanna þarf því væntanlega að innihalda einhvers konar fjárútlát til veggjarins því annars gæti Trump ákveðið að staðfesta frumvarpið ekki. Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði í gær að hann óskaði þess að Demókratar störfuðu með Repúblikönum. „Þeir segja allir að þeir vilji örugg landamæri. Þannig að, þau þarfnast veggja.“ Gerry Connolly, þingmaður Demókrataflokksins, sagði aftur á móti að hann teldi að ekki væri rætt að ræða vegginn þar sem Trump hefði heitið því að Mexíkó ætti að borga fyrir hann.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Rússarannsóknin Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira