Sömdu um að hann myndi ekki æfa með liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 13:00 JR Smith fagnar með LeBron James. Nú eru þeir báðir hættir að spila fyrir Cleveland Cavaliers. Vísir/Getty JR Smith er á leið burtu frá NBA-liðinu Cleveland Cavaliers en hann hefur viljað losna frá liðinu eiginlega alveg síðan að Lebron James yfirgaf Cleveland og allir titladraumar Cavaliers dóu samstundis. Það athyglisverða við stöðu mála er hinsvegar nýtt samkomulag á milli JR Smith og Cleveland Cavaliers. JR Smith er enn á samningi hjá Cleveland en hann samdi um það við félagið að þurfa ekki að æfa með liðsfélögum sínum. JR Smith mun æfa einn á meðan Cavaliers (og örugglega hann sjálfur) leita að leikmannaskiptum sem ganga upp. Cleveland Cavaliers er þannig tilbúið að borga honum fyrir að vera ekki á svæðinu. JR Smith fær 14,7 milljónir dollara frá Cleveland Cavaliers fyrir þetta tímabil eða 1,8 milljarða íslenskra króna. JR Smith á síðan að fá 15,6 milljonir dollara fyrir lokaárið sitt.#Cavs announce @TheRealJRSmith will no longer be with the team. Full release: https://t.co/gMrvBMJPsnpic.twitter.com/JqTyoxqWZR — Joe Gabriele (@CavsJoeG) November 20, 2018JR Smith hefur spilað með Cleveland Cavaliers frá árinu 2015 og var algjör lykilmaður í meistaraliðinu árið 2016. JR Smith hefur bara skorað 6,7 stig að meðaltali á 20,2 mínútum í vetur en var með með 12,4 stig að meðaltali 2015-16 tímabilið. Frá og með vistaskiptum LeBron James hefur JR Smith verið alveg ómögulegur. Hann hefur talað um það að vilja losna frá Cleveland og fór aldrei í neinar felur með það í viðtölum við fjölmiðla. Hann var hinsvegar farinn að ganga enn lengra í viðtölum sínum. JR Smith sakaði Cleveland Cavaliers þannig um það að vilja ekki lengur vinna leiki til að auka möguleika sína á fyrsta valrétti í nýliðavalinu næsta sumar. „Ég held að markmiðið sé ekki að vinna. Markmiðið er ekki að vinna eins marga leiki og hægt er. Ég held að markmið liðsins sé núna að þroska sína leikmenn og tryggja sér góðan valrétt. Ég held líka að það hafi alltaf verið planið,“ sagði JR Smith við The Athletic. Það er því kannski ekkert skrýtið að forráðamenn Cleveland Cavaliers séu búnir að fá nóg og vilji ekki hafa JR Smith lengur á svæðinu. Það breytir þó ekki því að Cleveland Cavaliers er og stefnir í það að vera lélegasta lið NBA á leiktíðinni. Cavaliers hefur aðeins unnið 2 af 15 leikjum sínum og er í 30. sæti af 30. liðum yfir besta sigurhlutfallið í deildinni. NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
JR Smith er á leið burtu frá NBA-liðinu Cleveland Cavaliers en hann hefur viljað losna frá liðinu eiginlega alveg síðan að Lebron James yfirgaf Cleveland og allir titladraumar Cavaliers dóu samstundis. Það athyglisverða við stöðu mála er hinsvegar nýtt samkomulag á milli JR Smith og Cleveland Cavaliers. JR Smith er enn á samningi hjá Cleveland en hann samdi um það við félagið að þurfa ekki að æfa með liðsfélögum sínum. JR Smith mun æfa einn á meðan Cavaliers (og örugglega hann sjálfur) leita að leikmannaskiptum sem ganga upp. Cleveland Cavaliers er þannig tilbúið að borga honum fyrir að vera ekki á svæðinu. JR Smith fær 14,7 milljónir dollara frá Cleveland Cavaliers fyrir þetta tímabil eða 1,8 milljarða íslenskra króna. JR Smith á síðan að fá 15,6 milljonir dollara fyrir lokaárið sitt.#Cavs announce @TheRealJRSmith will no longer be with the team. Full release: https://t.co/gMrvBMJPsnpic.twitter.com/JqTyoxqWZR — Joe Gabriele (@CavsJoeG) November 20, 2018JR Smith hefur spilað með Cleveland Cavaliers frá árinu 2015 og var algjör lykilmaður í meistaraliðinu árið 2016. JR Smith hefur bara skorað 6,7 stig að meðaltali á 20,2 mínútum í vetur en var með með 12,4 stig að meðaltali 2015-16 tímabilið. Frá og með vistaskiptum LeBron James hefur JR Smith verið alveg ómögulegur. Hann hefur talað um það að vilja losna frá Cleveland og fór aldrei í neinar felur með það í viðtölum við fjölmiðla. Hann var hinsvegar farinn að ganga enn lengra í viðtölum sínum. JR Smith sakaði Cleveland Cavaliers þannig um það að vilja ekki lengur vinna leiki til að auka möguleika sína á fyrsta valrétti í nýliðavalinu næsta sumar. „Ég held að markmiðið sé ekki að vinna. Markmiðið er ekki að vinna eins marga leiki og hægt er. Ég held að markmið liðsins sé núna að þroska sína leikmenn og tryggja sér góðan valrétt. Ég held líka að það hafi alltaf verið planið,“ sagði JR Smith við The Athletic. Það er því kannski ekkert skrýtið að forráðamenn Cleveland Cavaliers séu búnir að fá nóg og vilji ekki hafa JR Smith lengur á svæðinu. Það breytir þó ekki því að Cleveland Cavaliers er og stefnir í það að vera lélegasta lið NBA á leiktíðinni. Cavaliers hefur aðeins unnið 2 af 15 leikjum sínum og er í 30. sæti af 30. liðum yfir besta sigurhlutfallið í deildinni.
NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira