Innherji fótboltaliðs Vanderbilt-háskólans í Bandaríkjunum, Turner Cockrell, lést í gær. Hann var aðeins 21 árs að aldri.
Hann var á þriðja ári hjá skólanum en lést eftir erfiða glímu við krabbamein. Drengurinn þótti efnilegur leikmaður en varð að hætta að spila í fyrra vegna veikindanna.
Cockrell var greindur með krabbamein í fyrra og fór í aðgerð i desember. Síðasta sumar kom svo í ljós að krabbameinið hafði dreift úr sér og var ekki hægt að ráða við það. Hann lést á heimili foreldra sinna þar sem tvö systkini hans voru einnig honum við hlið.
„Það eru allir miður sín hjá skólanum. Þetta var yndislegur drengur sem gafst aldrei upp. Hann var mikill Vanderbilt-maður og við munum aldrei gleyma honum,“ sagði þjálfari liðsins, Derek Mason.
Innherji í háskólaboltanum látinn aðeins 21 árs að aldri
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn



