Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 09:04 Dodge Challenger-bifreiðin sem Fields ók niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53