Fórnarlamb vikunnar Óttar Guðmundsson skrifar 8. desember 2018 09:00 Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar