Eigendur aflandskróna fá að skipta þeim í gjaldeyri og flytja hann út Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2018 15:15 Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun. Vísir/Vilhelm Eigendur svokallaðra aflandskróna sem hafa verið fastir inni í fjármagnshöftum munu geta losað krónueignir sínar og selt þær fyrir gjaldeyri samkvæmt nýju frumvarpi sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Krónueignir sem lagabreytingin nær til nema allt að 84 milljörðum króna. Lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum (lög um aflandskrónur) tóku gildi í maí 2016. Lögin voru mikilvægur liður í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Í þeim var mælt fyrir um sérstaka meðferðtiltekinna krónueigna, svokaallaðra aflandskrónueigna, sem talið var nauðsynlegt að væri áfram inni í höftum svo hægt væri að stíga næstu skref í losun fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki á Íslandi. Með frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um meðferð krónueigna, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun, verður öllum aflandskrónueigendum gefið færi á að losa aflandskrónueignir sínar, skipta þeim í gjaldeyri og flytja hann úr landi. Greint er frá þessu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins og vef Seðlabanka Íslands. Breytingarnar fela í sér auknar heimildir til úttekta af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum þannig að öllum aflandskrónueigendum er gefið færi á að losa aflandskrónueignir sínar. Heimildirnar sem koma fram í frumvarpinu eru þríþættar. Í fyrsta lagi er um að ræða almenna heimild fyrir alla aflandskrónueigendur til að losa aflandskrónueignir til að kaupa erlendan gjaldeyri og flytja á reikning erlendis. Í öðru lagi er heimild fyrir aflandskrónueigendur, sem átt hafa aflandskrónueignir samfellt frá 28. nóvember 2008, til að losa aflandskrónueignir undan takmörkunum laganna. Í þriðja lagi er heimild fyrir einstaklinga til að taka út allt að 100 milljónir króna af reikningum sem eru háðir sérstökum takmörkunum. Á vef Seðlabankans hefur verið birt greinargerð með spurningum og svörum vegna frumvarpsins þar sem fram koma skýringar á efni þess og helstu ástæður þess að frumvarpið er lagt fram eru raktar. Þar kemur fram að þegar lög um aflandskrónur tóku gildi var fyrirséð að þær takmarkanir sem lögin kváðu á um yrðu tímabundnar ráðstafanir og að stjórnvöld myndu aftur beina sjónum að losun fjármagnshafta á aflandskrónueignum þegar betra jafnvægi kæmist á eignasöfn innlendra aðila. Stjórnvöld hafi unnið markvisst að því að leysa þann vanda sem felst í aflandskrónueignum við losun fjármagnshafta. „Útboð Seðlabanka Íslands í júní 2016 á erlendum gjaldeyri í skiptum fyrir aflandskrónueignir í reiðufé, tímabundin heimild eigenda aflandskrónueigenda til gjaldeyrisviðskipta við Seðlabankann síðar sama ár, viðskipti Seðlabankans við stærstu eigendur aflandskróna samkvæmt samkomulagi um kaup bankans á aflandskrónueignum þeirra á fyrri hluta árs 2017 og rýmri heimildir til úttekta af reikningum háðum sérstökum takmörkunum hafa stuðlað að útflæði aflandskróna án neikvæðra áhrifa á innlendan gjaldeyrismarkað. Með þeim aðgerðum hefur heildarumfang aflandskrónueigna minnkað verulega,“ segir þar. Stór skref voru stigin á árinu 2016 í átt að losun hafta á heimili og fyrirtæki og voru fjármagnshöft losuð að mestu leyti á árinu 2017. Við gildistöku laga um aflandskrónu voru aflandskrónueignir áætlaðar um 319 milljarðar króna eða um 15 prósent af landsframleiðslu. En eru núna metna um 84 milljarðar króna eða 3,1 prósent af landsframleiðslu. „Efnahagslegar forsendur standa því nú til þess að losa fjármagnshöft á aflandskrónueignum,“ segir í greinargerðinni.Áhrifin á gengi krónunnar ráðast af því hversu stór hluti kaupir gjaldeyri Breytingin gæti haft áhrif á gengi krónunnar en það ræðst af því hver stór hlut aflandskrónueigenda kýs að kaupa gjaldeyri og hvernig viðskpitin munu dreifast yfir tíma. „Seðlabankinn er vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði enda býr hann yfir stórum gjaldeyrisforða sem er að mestu leyti fjármagnaður með innlendu fé. Þar sem það útstreymi gjaldeyris sem átt getur sér stað vegna þessarar losunar tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum gæti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar heldur en ella. Í hvaða mæli breytingarnar munu hafa áhrif á gengi krónunnar ef ekki kemur til mótvægisaðgerða Seðlabankans ræðst af því hve stór hluti aflandskrónueigenda kýs að kaupa gjaldeyri og hvernig viðskiptin dreifast yfir tíma,“ segir á vef Seðlabankans. Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Eigendur svokallaðra aflandskróna sem hafa verið fastir inni í fjármagnshöftum munu geta losað krónueignir sínar og selt þær fyrir gjaldeyri samkvæmt nýju frumvarpi sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Krónueignir sem lagabreytingin nær til nema allt að 84 milljörðum króna. Lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum (lög um aflandskrónur) tóku gildi í maí 2016. Lögin voru mikilvægur liður í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Í þeim var mælt fyrir um sérstaka meðferðtiltekinna krónueigna, svokaallaðra aflandskrónueigna, sem talið var nauðsynlegt að væri áfram inni í höftum svo hægt væri að stíga næstu skref í losun fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki á Íslandi. Með frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um meðferð krónueigna, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun, verður öllum aflandskrónueigendum gefið færi á að losa aflandskrónueignir sínar, skipta þeim í gjaldeyri og flytja hann úr landi. Greint er frá þessu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins og vef Seðlabanka Íslands. Breytingarnar fela í sér auknar heimildir til úttekta af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum þannig að öllum aflandskrónueigendum er gefið færi á að losa aflandskrónueignir sínar. Heimildirnar sem koma fram í frumvarpinu eru þríþættar. Í fyrsta lagi er um að ræða almenna heimild fyrir alla aflandskrónueigendur til að losa aflandskrónueignir til að kaupa erlendan gjaldeyri og flytja á reikning erlendis. Í öðru lagi er heimild fyrir aflandskrónueigendur, sem átt hafa aflandskrónueignir samfellt frá 28. nóvember 2008, til að losa aflandskrónueignir undan takmörkunum laganna. Í þriðja lagi er heimild fyrir einstaklinga til að taka út allt að 100 milljónir króna af reikningum sem eru háðir sérstökum takmörkunum. Á vef Seðlabankans hefur verið birt greinargerð með spurningum og svörum vegna frumvarpsins þar sem fram koma skýringar á efni þess og helstu ástæður þess að frumvarpið er lagt fram eru raktar. Þar kemur fram að þegar lög um aflandskrónur tóku gildi var fyrirséð að þær takmarkanir sem lögin kváðu á um yrðu tímabundnar ráðstafanir og að stjórnvöld myndu aftur beina sjónum að losun fjármagnshafta á aflandskrónueignum þegar betra jafnvægi kæmist á eignasöfn innlendra aðila. Stjórnvöld hafi unnið markvisst að því að leysa þann vanda sem felst í aflandskrónueignum við losun fjármagnshafta. „Útboð Seðlabanka Íslands í júní 2016 á erlendum gjaldeyri í skiptum fyrir aflandskrónueignir í reiðufé, tímabundin heimild eigenda aflandskrónueigenda til gjaldeyrisviðskipta við Seðlabankann síðar sama ár, viðskipti Seðlabankans við stærstu eigendur aflandskróna samkvæmt samkomulagi um kaup bankans á aflandskrónueignum þeirra á fyrri hluta árs 2017 og rýmri heimildir til úttekta af reikningum háðum sérstökum takmörkunum hafa stuðlað að útflæði aflandskróna án neikvæðra áhrifa á innlendan gjaldeyrismarkað. Með þeim aðgerðum hefur heildarumfang aflandskrónueigna minnkað verulega,“ segir þar. Stór skref voru stigin á árinu 2016 í átt að losun hafta á heimili og fyrirtæki og voru fjármagnshöft losuð að mestu leyti á árinu 2017. Við gildistöku laga um aflandskrónu voru aflandskrónueignir áætlaðar um 319 milljarðar króna eða um 15 prósent af landsframleiðslu. En eru núna metna um 84 milljarðar króna eða 3,1 prósent af landsframleiðslu. „Efnahagslegar forsendur standa því nú til þess að losa fjármagnshöft á aflandskrónueignum,“ segir í greinargerðinni.Áhrifin á gengi krónunnar ráðast af því hversu stór hluti kaupir gjaldeyri Breytingin gæti haft áhrif á gengi krónunnar en það ræðst af því hver stór hlut aflandskrónueigenda kýs að kaupa gjaldeyri og hvernig viðskpitin munu dreifast yfir tíma. „Seðlabankinn er vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði enda býr hann yfir stórum gjaldeyrisforða sem er að mestu leyti fjármagnaður með innlendu fé. Þar sem það útstreymi gjaldeyris sem átt getur sér stað vegna þessarar losunar tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum gæti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar heldur en ella. Í hvaða mæli breytingarnar munu hafa áhrif á gengi krónunnar ef ekki kemur til mótvægisaðgerða Seðlabankans ræðst af því hve stór hluti aflandskrónueigenda kýs að kaupa gjaldeyri og hvernig viðskiptin dreifast yfir tíma,“ segir á vef Seðlabankans.
Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira