Bankarnir áður svikið neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2025 20:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar. Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar.
Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira