Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti,“ heldur Rósa áfram. „Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar.“ Rósa Björk og flokksbróðir hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu hjá í atkvæðagreiðslu við aðra umræðu á þriðjudaginn. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í atvinnuveganefnd í gær. „Það kom fram ósk frá minnihlutanum um að málið kæmi inn í nefndina milli umræðna og það var orðið við því. Við fengum nokkra gesti á okkar fund og það var farið yfir ýmsa hluti en það leiddi ekki til neinna breytingartillagna af okkar hálfu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar. Rósa telur enn mikil álitaefni uppi í málinu. „Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar,“ segir Rósa. Rósa Björk segist styðja það að gildandi lög verði framlengd og tíminn nýttur til að vinna málið betur. „Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti,“ heldur Rósa áfram. „Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar.“ Rósa Björk og flokksbróðir hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu hjá í atkvæðagreiðslu við aðra umræðu á þriðjudaginn. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í atvinnuveganefnd í gær. „Það kom fram ósk frá minnihlutanum um að málið kæmi inn í nefndina milli umræðna og það var orðið við því. Við fengum nokkra gesti á okkar fund og það var farið yfir ýmsa hluti en það leiddi ekki til neinna breytingartillagna af okkar hálfu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar. Rósa telur enn mikil álitaefni uppi í málinu. „Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar,“ segir Rósa. Rósa Björk segist styðja það að gildandi lög verði framlengd og tíminn nýttur til að vinna málið betur. „Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40
Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21