Tilkynnt um verðhækkanir hjá Sýn um mánaðamótin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Sýnar. Töluverðar verðhækkanir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaðamótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verðlækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengisáhrifa fyrir erlent endurvarp (fjölvarp) sem og annar erlendur efniskostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félagsins og endurspegla hluta þeirra verðbreytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verðhækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynningar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreytingarnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarpsáskrifta, farsímaþjónustu, internetþjónustu, gagnamagns og aðgangsgjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við.Vísir er í eigu Sýnar Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Töluverðar verðhækkanir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaðamótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verðlækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengisáhrifa fyrir erlent endurvarp (fjölvarp) sem og annar erlendur efniskostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félagsins og endurspegla hluta þeirra verðbreytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verðhækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynningar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreytingarnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarpsáskrifta, farsímaþjónustu, internetþjónustu, gagnamagns og aðgangsgjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við.Vísir er í eigu Sýnar
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35