Krónsprins Sáda "kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 19:30 Lindsay Graham er repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Getty/Alex Wong Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. Repúblikaninn Lindsay Graham gekk svo langt að kalla krónprinsinn „kolklikkaðan“. BBC greinir frá. Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklan, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí-Arabíu vegna málsins. Bin Salman hefur verið bendlaður við að hafa fyrirskipað morðið eða hafa í það minnsta haft vitneskju um það. Þingmennirnir, sem eiga það sameiginlegt að sitja í utanríkismálanefnd öldungardeildarinnar, ræddu við blaðamenn í dag eftir að hafa fengið skýrslu um morðið á Khashoggi frá Gina Haspel, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrr í dag. Spöruðu þeir ekki stóru orðin eftir fundinn með Haspel. Sjá einnig: CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi „Maður þarf að líta framhjá ansi mörgu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið skipulagt og stýrt af mönnum undir stjórn MBS,“ sagði Graham og notaði skammstöfun krónprinsins.„Það er engin rjúkandi byssa en það er rjúkandi sög,“ sagði Graham einnig og vísaði þar til þess að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður. Öldungardeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Bob Corker var ekki í vafa um hver hafi fyrirskipað morðið og sagðist hann ekki efast um það í eina sekúndu að krónprinsinn hafi fyrirskipað það. Corker skaut einnig föstum skotum á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur viljað ganga svo langt að segja að bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Sagði Corker að með því að neita að fordæma krónprinsinn væri Trump að leggja blessun sína yfir morðið á blaðamanninum. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. Repúblikaninn Lindsay Graham gekk svo langt að kalla krónprinsinn „kolklikkaðan“. BBC greinir frá. Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklan, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí-Arabíu vegna málsins. Bin Salman hefur verið bendlaður við að hafa fyrirskipað morðið eða hafa í það minnsta haft vitneskju um það. Þingmennirnir, sem eiga það sameiginlegt að sitja í utanríkismálanefnd öldungardeildarinnar, ræddu við blaðamenn í dag eftir að hafa fengið skýrslu um morðið á Khashoggi frá Gina Haspel, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrr í dag. Spöruðu þeir ekki stóru orðin eftir fundinn með Haspel. Sjá einnig: CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi „Maður þarf að líta framhjá ansi mörgu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið skipulagt og stýrt af mönnum undir stjórn MBS,“ sagði Graham og notaði skammstöfun krónprinsins.„Það er engin rjúkandi byssa en það er rjúkandi sög,“ sagði Graham einnig og vísaði þar til þess að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður. Öldungardeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Bob Corker var ekki í vafa um hver hafi fyrirskipað morðið og sagðist hann ekki efast um það í eina sekúndu að krónprinsinn hafi fyrirskipað það. Corker skaut einnig föstum skotum á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur viljað ganga svo langt að segja að bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Sagði Corker að með því að neita að fordæma krónprinsinn væri Trump að leggja blessun sína yfir morðið á blaðamanninum.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45