Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 08:45 Jamal Khashoggi var afar gagnrýninn á yfirvöld í Sádi-Arabíu. vísir/epa Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel var ekki viðstödd í liðinni viku þegar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gáfu skýrslu en fjarvera Haspel vakti gremju hjá einhverjum þingmönnum. Khashoggi var myrtur á sádi-arabísku ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstaða CIA sé að sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir morðið en neita því alfarið að krónprinsinn hafi nokkuð með málið að gera, en CIA er sagt hafa sannanir um skilaboð á milli krónprinsins og Saud al-Qahtani sem á að hafa séð um að Khashoggi var myrtur.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal KhashoggiGina Haspel er forstjóri CIA.vísir/epaMike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, sögðu öldungadeildarþingmönnum í liðinni viku að það væru engar beinar sannanir fyrir þátttöku krónprinsins. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagt að niðurstaða CIA sé ekki endanleg. „Það getur vel verið að krónprinsinn hafi haft vitneskju um þennan sorglega atburð. Kannski hafði hann það, kannski ekki,“ var haft eftir Trump um málið fyrir tveimur vikum. Haspel er sögð mjög ósátt við að niðurstöðu CIA hafi verið lekið en leyniþjónustan hefur ekki staðfest fréttir þess efnis að hún muni koma fyrir þingið í dag. Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel var ekki viðstödd í liðinni viku þegar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gáfu skýrslu en fjarvera Haspel vakti gremju hjá einhverjum þingmönnum. Khashoggi var myrtur á sádi-arabísku ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstaða CIA sé að sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir morðið en neita því alfarið að krónprinsinn hafi nokkuð með málið að gera, en CIA er sagt hafa sannanir um skilaboð á milli krónprinsins og Saud al-Qahtani sem á að hafa séð um að Khashoggi var myrtur.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal KhashoggiGina Haspel er forstjóri CIA.vísir/epaMike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, sögðu öldungadeildarþingmönnum í liðinni viku að það væru engar beinar sannanir fyrir þátttöku krónprinsins. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagt að niðurstaða CIA sé ekki endanleg. „Það getur vel verið að krónprinsinn hafi haft vitneskju um þennan sorglega atburð. Kannski hafði hann það, kannski ekki,“ var haft eftir Trump um málið fyrir tveimur vikum. Haspel er sögð mjög ósátt við að niðurstöðu CIA hafi verið lekið en leyniþjónustan hefur ekki staðfest fréttir þess efnis að hún muni koma fyrir þingið í dag.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23