Saksóknari telur að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um skipulagt peningaþvætti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2018 15:30 Júlíus Vífill í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Saksóknari fer fram á að Júlíus Vífill Ingvarsson verði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi vegna peningaþvættis sem hann er ákærður fyrir. Aðalmeðferð í máli Júlíusar Vífils fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Júlíus Vífill hafði ætlað sér að ávarpa dóminn við upphaf aðalmeðferðar í dag en Arngrímur Ísberg, dómari í málinu, taldi það ekki koma til greina þegar í ljós kom að ávarp Júlíusar var fimm blaðsíður að lengd. Sagði dómarinn að ekki væri gert ráð fyrir að menn væru að halda ræður áður en aðalmeðferð hefst. Embætti héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kemur fram að hann eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá UBS banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Við aðalmeðferð sagði Júlíus Vífill að þeir fjármunir sem hafi verið geymdir á bankareikningum hans erlendis hafi hann fengið sem þóknunargreiðslur og umboðslaun vegna starfa sinna hjá Ingvari Helgasyni, hvar hann hóf störf árið 1982 og starfaði í 22 ár. Taldi fjármunina ekki fram sem tekjur Júlíus hefur viðurkennt að hann hafi geymt umræddar upphæðir á bankareikning sínum í UBS banka á Jersey og að hafa árið 2014 fært féð inn á reikning hjá Julius Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið þá leið að leggja féð inn á vörslusjóð sagði Júlíus að hann hefði talið það ágætis leið til að geyma og vernda þessa fjármuni og að ýmsir kostir hefðu fylgt því. Júlíus lýsti því að á áttunda áratugnum hafi það tíðkast að nota umboðsgreiðslur í viðskiptum vegna óðaverðbólgu sem var á Íslandi. Júlíus sagðist fyrir dómi ekki hafa talið fjármunina fram sem tekjur þegar hann fékk þær greiddar. Leikurinn gerður til að komast hjá því að borga skatta Saksóknari vísaði í skýrslur Júlíusar hjá skattrannsóknarstjóra þar sem hann sagði að slíka viðskiptahætti myndi hann ekki stunda í dag. Hann hafi ekki tjáð sig um meint brot hjá lögreglu en fyrir dómi hafi hann meira og minna staðfest frásögn sína hjá skattrannsóknarstjóra um uppruna fjármunanna, þeir hafi ekki verið taldir fram og ekki hafi verið borgaður tekjuskattur í framhaldinu. „Hér er um að ræða íslenskt félag, Íslending sem búsettur er á Íslandi og skattskyldur á Íslandi og hann fær fjármunina fyrir starfsemi sína fyrir félagið,” sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. „Það liggur fyrir að það voru ekki greiddir skattar af þessum fjármunum. Þvert á móti bendir til þess að leikurinn hafi verið gerður til að komast hjá því að borga skatta.” Rakti málið til fjölmiðlaumfjöllunar Saksóknari telur að um sé að ræða skipulagt peningaþvætti. Hæstiréttur hafi gefið fordæmi fyrir því að hart beri að taka á slíkum brotum og að þau séu ósvífin. Saksóknari telur ekki unnt að skilorðsbinda refsingu og fer hann fram á 8-12 mánaða fangelsi. Verjandi Júlíusar sagið málið fyrir margra hluta sakir sérstakt. Til dæmis vegna þess að það megi rekja til fjölmiðlaumfjöllunar, en mál Júlíusar Vífils kom fyrst fram eftir umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu. Telur verjandi Júlíusar að í þeirri umfjöllun hafi verið gagnrýnislaust byggt á rakalausum ósannindum. Sagði hann ítrekað vísað til fjölmiðlaumfjöllunar í greinargerð sem fylgi ákæru og að ákvörðun um að hefja rannsókn verið tekin á grundvelli fjölmiðlaumfjöllunar. Þess má geta að nafnlaus upptaka þar sem Júlíus heyrist ræða fjármunina við þáverandi lögfræðings inn Sigurð G. Guðjónsson var send skattrannsóknaryfirvöldum sem og fjölmiðlum. Nefndi hann einnig að einn þeirra sem rannsökuðu málið hafi verið varaþingmaður Vinstri grænna og hafi opinberlega tjáð skoðun sína á skattalagabrotum og aflandsreikningum og hann hafi því verið vanhæfur. Verjandi Júlíusar telur óumdeilanlegt að frumbrot Júlíusar, það er að segja að hafa skotið undan skatti, séu fyrnd, ef þau geti á annað borð verið sönnuð, og þar af leiðandi sé ekki hægt að dæma hann fyrir peningaþvætti. SAksóknari er þessu ósammála og benti á að í ákæru sé talað um brot sem hafi átt sér stað á árinum 2010 og 2014, og því séu þau ekki fyrnd. Dómsmál Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30 Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Saksóknari fer fram á að Júlíus Vífill Ingvarsson verði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi vegna peningaþvættis sem hann er ákærður fyrir. Aðalmeðferð í máli Júlíusar Vífils fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Júlíus Vífill hafði ætlað sér að ávarpa dóminn við upphaf aðalmeðferðar í dag en Arngrímur Ísberg, dómari í málinu, taldi það ekki koma til greina þegar í ljós kom að ávarp Júlíusar var fimm blaðsíður að lengd. Sagði dómarinn að ekki væri gert ráð fyrir að menn væru að halda ræður áður en aðalmeðferð hefst. Embætti héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kemur fram að hann eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá UBS banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Við aðalmeðferð sagði Júlíus Vífill að þeir fjármunir sem hafi verið geymdir á bankareikningum hans erlendis hafi hann fengið sem þóknunargreiðslur og umboðslaun vegna starfa sinna hjá Ingvari Helgasyni, hvar hann hóf störf árið 1982 og starfaði í 22 ár. Taldi fjármunina ekki fram sem tekjur Júlíus hefur viðurkennt að hann hafi geymt umræddar upphæðir á bankareikning sínum í UBS banka á Jersey og að hafa árið 2014 fært féð inn á reikning hjá Julius Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið þá leið að leggja féð inn á vörslusjóð sagði Júlíus að hann hefði talið það ágætis leið til að geyma og vernda þessa fjármuni og að ýmsir kostir hefðu fylgt því. Júlíus lýsti því að á áttunda áratugnum hafi það tíðkast að nota umboðsgreiðslur í viðskiptum vegna óðaverðbólgu sem var á Íslandi. Júlíus sagðist fyrir dómi ekki hafa talið fjármunina fram sem tekjur þegar hann fékk þær greiddar. Leikurinn gerður til að komast hjá því að borga skatta Saksóknari vísaði í skýrslur Júlíusar hjá skattrannsóknarstjóra þar sem hann sagði að slíka viðskiptahætti myndi hann ekki stunda í dag. Hann hafi ekki tjáð sig um meint brot hjá lögreglu en fyrir dómi hafi hann meira og minna staðfest frásögn sína hjá skattrannsóknarstjóra um uppruna fjármunanna, þeir hafi ekki verið taldir fram og ekki hafi verið borgaður tekjuskattur í framhaldinu. „Hér er um að ræða íslenskt félag, Íslending sem búsettur er á Íslandi og skattskyldur á Íslandi og hann fær fjármunina fyrir starfsemi sína fyrir félagið,” sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. „Það liggur fyrir að það voru ekki greiddir skattar af þessum fjármunum. Þvert á móti bendir til þess að leikurinn hafi verið gerður til að komast hjá því að borga skatta.” Rakti málið til fjölmiðlaumfjöllunar Saksóknari telur að um sé að ræða skipulagt peningaþvætti. Hæstiréttur hafi gefið fordæmi fyrir því að hart beri að taka á slíkum brotum og að þau séu ósvífin. Saksóknari telur ekki unnt að skilorðsbinda refsingu og fer hann fram á 8-12 mánaða fangelsi. Verjandi Júlíusar sagið málið fyrir margra hluta sakir sérstakt. Til dæmis vegna þess að það megi rekja til fjölmiðlaumfjöllunar, en mál Júlíusar Vífils kom fyrst fram eftir umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu. Telur verjandi Júlíusar að í þeirri umfjöllun hafi verið gagnrýnislaust byggt á rakalausum ósannindum. Sagði hann ítrekað vísað til fjölmiðlaumfjöllunar í greinargerð sem fylgi ákæru og að ákvörðun um að hefja rannsókn verið tekin á grundvelli fjölmiðlaumfjöllunar. Þess má geta að nafnlaus upptaka þar sem Júlíus heyrist ræða fjármunina við þáverandi lögfræðings inn Sigurð G. Guðjónsson var send skattrannsóknaryfirvöldum sem og fjölmiðlum. Nefndi hann einnig að einn þeirra sem rannsökuðu málið hafi verið varaþingmaður Vinstri grænna og hafi opinberlega tjáð skoðun sína á skattalagabrotum og aflandsreikningum og hann hafi því verið vanhæfur. Verjandi Júlíusar telur óumdeilanlegt að frumbrot Júlíusar, það er að segja að hafa skotið undan skatti, séu fyrnd, ef þau geti á annað borð verið sönnuð, og þar af leiðandi sé ekki hægt að dæma hann fyrir peningaþvætti. SAksóknari er þessu ósammála og benti á að í ákæru sé talað um brot sem hafi átt sér stað á árinum 2010 og 2014, og því séu þau ekki fyrnd.
Dómsmál Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30 Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30
Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45
Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03