Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 13:33 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kári gerir Sigrúnu slíkt tilboð. Vísir/Stefán/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar. MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar.
MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48