Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2018 12:44 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar,. Vísir/Völundur Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. Fundur í samninganefnd Eflingar í kvöld ræður úrslitum um hvort samninganefnd Starfsgreinasambandsins klofnar. Tillaga formanna Eflingar, Drífandi í Vestmannaeyjum, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að vísa kjaradeilu félaga innan Starfsgreinasambandsins nú þegar til Ríkissáttasemjara var felld í sameiginlegri samninganefnd félaga sambandsins á föstudag. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar telur líklegt að samþykkt verði á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld að félagið kljúfi sig frá samninganefnd Starfsgreinasambandins. „Við verðum að bíða og sjá til. Fundurinn er í kvöld og þau eru búin að liggja yfir þessu síðustu daga hvað þau ætla að gera greinilega,” segir Aðalsteinn. Hann hafi sjálfur verið talsmaður þess að félögin innan Starfsgreinasambandsins ynnu öll saman.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FBL/ANTON BRINK„Og auðvitað finnst mér sárt að þetta skuli þurfa að brotna aftur í tvo hópa. En vissulega er mikill áherslumunur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig að kannski er þetta eitthvað sem er óumflýjanlegt en ég vona ekki,” segir Aðalsteinn. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Mér fyndist það ekkert ólíklegt ef mál þróast svona. Það verði þá búin til mjög stórt bandalag Eflingar og VR og einhverra félaga sem færu þá með þeim. Það yrði náttúrlega gríðarlega öflugt bandalag og sterkt,” segir Aðalsteinn. Það sé hins vegar erfitt að segja hvort öll félögin sjö sem vildu vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara færu með Eflingu í slíkt bandalag en vissulega væri verið að skoða þá möguleika. Málin skýrðust betur í kvöld. Þessi sjö félög hafi viljað segja upp kjarasamningum í febrúar þegar samningsforsendur hafi verið brostnar en orðið undir. Aðalsteinn dregur enga fjöður yfir að með því að vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara geti félögin fljótlega farið að hóta aðgerðum. Það þurfi að hraða samningaferlinu undir verkstjórn Ríkissáttasemjara þannig að nýir samningar taki sem fyrst gildi. „Það er hluti af þessu, að visa núna og reyna að klára viðræðurnar og ef ekki stefna þá í átök eftir áramótin. En þetta tefst allt verulega með því að visa ekki núna.”Þannig að menn bíða svolítið eftir Eflingu í kvöld? „Já, menn bíða eftir niðurstöðu kvöldsins,” segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. Fundur í samninganefnd Eflingar í kvöld ræður úrslitum um hvort samninganefnd Starfsgreinasambandsins klofnar. Tillaga formanna Eflingar, Drífandi í Vestmannaeyjum, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að vísa kjaradeilu félaga innan Starfsgreinasambandsins nú þegar til Ríkissáttasemjara var felld í sameiginlegri samninganefnd félaga sambandsins á föstudag. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar telur líklegt að samþykkt verði á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld að félagið kljúfi sig frá samninganefnd Starfsgreinasambandins. „Við verðum að bíða og sjá til. Fundurinn er í kvöld og þau eru búin að liggja yfir þessu síðustu daga hvað þau ætla að gera greinilega,” segir Aðalsteinn. Hann hafi sjálfur verið talsmaður þess að félögin innan Starfsgreinasambandsins ynnu öll saman.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FBL/ANTON BRINK„Og auðvitað finnst mér sárt að þetta skuli þurfa að brotna aftur í tvo hópa. En vissulega er mikill áherslumunur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig að kannski er þetta eitthvað sem er óumflýjanlegt en ég vona ekki,” segir Aðalsteinn. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Mér fyndist það ekkert ólíklegt ef mál þróast svona. Það verði þá búin til mjög stórt bandalag Eflingar og VR og einhverra félaga sem færu þá með þeim. Það yrði náttúrlega gríðarlega öflugt bandalag og sterkt,” segir Aðalsteinn. Það sé hins vegar erfitt að segja hvort öll félögin sjö sem vildu vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara færu með Eflingu í slíkt bandalag en vissulega væri verið að skoða þá möguleika. Málin skýrðust betur í kvöld. Þessi sjö félög hafi viljað segja upp kjarasamningum í febrúar þegar samningsforsendur hafi verið brostnar en orðið undir. Aðalsteinn dregur enga fjöður yfir að með því að vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara geti félögin fljótlega farið að hóta aðgerðum. Það þurfi að hraða samningaferlinu undir verkstjórn Ríkissáttasemjara þannig að nýir samningar taki sem fyrst gildi. „Það er hluti af þessu, að visa núna og reyna að klára viðræðurnar og ef ekki stefna þá í átök eftir áramótin. En þetta tefst allt verulega með því að visa ekki núna.”Þannig að menn bíða svolítið eftir Eflingu í kvöld? „Já, menn bíða eftir niðurstöðu kvöldsins,” segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira