Stóru endurskoðunarfyrirtækin í Bretlandi horfa fram á hertari reglur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. desember 2018 08:45 KPMG er eitt af hinum stóru fjóru. vísir/getty Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endurskoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunarfyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjónustu af tveimur endurskoðunarfyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoðendur sem „falla að fyrirtækjamenningunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljósinu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggjum yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endurskoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endurskoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunarfyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjónustu af tveimur endurskoðunarfyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoðendur sem „falla að fyrirtækjamenningunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljósinu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggjum yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endurskoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent