Furðulegar ástæður fyrir því að nýbakaður faðir fær ekki fæðingarorlof Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 17:08 Kári Rafn Karlsson á ekki von á því að fara í fæðingarorlof á næstunni. Vísir Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira