Furðulegar ástæður fyrir því að nýbakaður faðir fær ekki fæðingarorlof Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 17:08 Kári Rafn Karlsson á ekki von á því að fara í fæðingarorlof á næstunni. Vísir Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent