Gulvestungum bolað í burtu frá Champs-Elysees breiðgötunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 18:29 Lögreglan notaði táragas og þrýstivatnsbyssur til að bola mótmælendum í burtu. Vísir/ap Franska lögreglan hefur náð að reka í burtu alla mótmælendur sem kenna sig við skærgul öryggisvesti af Champs-Elysees breiðgötunni í Parísarborg. Lögregluyfirvöld notuðu til þess táragas og þrýstivatnsbyssur. Breiðgatan hefur nú verið opnuð á ný fyrir bílaumferð. Mótmælendur hafa aðallega tekið sér stöðu á Champs-Elysees síðustu fjóra laugardaga til að mótmæla efnahagsstefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Í fyrstu beindust mótmælin einkum að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þá þróast út í almenna óánægju með áherslur Macrons og ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fyrirskipaði mótmælendum að klæða sig úr gulu öryggisvestunum sem eru tákn mótmælanna. Í dag komu mótmælendur saman fimmta laugardaginn í röð til að láta í sér heyra en færri mættu í dag en síðasta laugardag og þá var einnig minna um ofbeldi og átök. Franska lögreglan segir að um 3.000 manns hefðu mótmælt í dag sem eru þá töluvert færri en þeir 10.000 mótmælendur sem fylktu liði síðasta laugardag. Þá voru 96 mótmælendur handteknir í dag vegna óeirða og skemmdarverka. Ætla má að fækkunin stafi af viðbrögðum Frakklandsforseta sem í vikunni ákvað að koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.Vísir/apVísir/ap Frakkland Tengdar fréttir Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Franska lögreglan hefur náð að reka í burtu alla mótmælendur sem kenna sig við skærgul öryggisvesti af Champs-Elysees breiðgötunni í Parísarborg. Lögregluyfirvöld notuðu til þess táragas og þrýstivatnsbyssur. Breiðgatan hefur nú verið opnuð á ný fyrir bílaumferð. Mótmælendur hafa aðallega tekið sér stöðu á Champs-Elysees síðustu fjóra laugardaga til að mótmæla efnahagsstefnu Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Í fyrstu beindust mótmælin einkum að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þá þróast út í almenna óánægju með áherslur Macrons og ríkisstjórnarinnar. Lögreglan fyrirskipaði mótmælendum að klæða sig úr gulu öryggisvestunum sem eru tákn mótmælanna. Í dag komu mótmælendur saman fimmta laugardaginn í röð til að láta í sér heyra en færri mættu í dag en síðasta laugardag og þá var einnig minna um ofbeldi og átök. Franska lögreglan segir að um 3.000 manns hefðu mótmælt í dag sem eru þá töluvert færri en þeir 10.000 mótmælendur sem fylktu liði síðasta laugardag. Þá voru 96 mótmælendur handteknir í dag vegna óeirða og skemmdarverka. Ætla má að fækkunin stafi af viðbrögðum Frakklandsforseta sem í vikunni ákvað að koma til móts við kröfur mótmælenda með því að hækka lágmarkslaun og afnema skerðingar á ellilífeyrisþega svo eitthvað sé nefnt.Vísir/apVísir/ap
Frakkland Tengdar fréttir Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15. desember 2018 11:44
Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00