Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur
Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25
Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03