„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 11:00 Margir foreldrar telja að öryggi barna þeirra aukist fái þau snjallúr. Visir/Getty. Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira