Tvö gömul tré fá að standa eftir í nýjum miðbæ á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2019 20:15 Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp. Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa. Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í. Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn. „Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930. Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags Vísir/Magnús HlynurEn stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til. Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært að geta gert það hér,“ bætir Leó við. Leó segist heyra það víða að bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér. Árborg Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp. Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa. Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í. Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn. „Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930. Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags Vísir/Magnús HlynurEn stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til. Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært að geta gert það hér,“ bætir Leó við. Leó segist heyra það víða að bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér.
Árborg Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira