Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2019 14:40 Margir könnuðust við raunir konunnar sem reyndi að átta sig á símareikningunum í Áramótaskaupinu. RÚV Neytendasamtökin segjast hafa fengið „margar ábendingar og kvartanir“ vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. Þá segja samtökin oft erfitt að skilja reikningana sem frá fjarskiptafyrirtækjunum koma, og vitna til atriðis úr Áramótaskaupinu. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða fjórfalt hærri símreikning en þjónustuleiðin kvað á um. „Ýmist er gagnamagn aukið eða minnkað, mismunandi leiðir eru farnar í að mæla notkun og símtöl eru annað hvort ókeypis eða gjaldskyld,“ segir í frétt á vef Neytendasamtakanna og bætt við að því sé algengt að fólk sem byrjaði í viðskiptum við fjarskiptafélag í ákveðinni þjónustuleið sé allt í einu farið að borga mun hærra verð fyrir þjónustu sem það notfærir sér ekki að öllu leyti. „Þetta telja Neytendasamtökin grafalvarlegt og þá sérstaklega þegar tilkynningar frá fjarskiptafélögum koma einungis fram á greiðsluseðlum,“ sem oft geti verið erfitt að skilja sem fyrr segir.Fékk gagnamagn sem hann gat ekki notað Í frétt Neytendasamtakanna er reifað mál félagsmanns sem sagður er hafa verið í viðskiptum við ónefnt fjarskiptafélag til margra ára. Á hann að hafa greitt upphaflega 890 krónur á mánuði. „Þegar hann skoðaði reikningsyfirlit sitt kom í ljós að undanfarna 17 mánuði hafði hann greitt 3.870 krónur á mánuði. Þegar leitað var skýringa frá fjarskiptafélaginu kom í ljós að þjónustuleiðum hafði verið breytt þannig að „minnsti pakkinn” hafði verið stækkaður og gagnamagni upp á 30GB bætt við.“ Síðar átti nýr, minni pakki eftir að líta dagsins ljós sem er sagður hafa hentað umræddum félagsmanni betur. „Það sem er athyglisvert í þessu máli er að félagsmaður var færður upp úr minnsta pakkanum í stærri pakka, sem var þó enn minnstur, en síðan þegar nýr minni pakki var búinn til var hann ekki færður þangað aftur þrátt fyrir að hafa aldrei nýtt sér nokkuð af því gagnamagni sem fylgdi á öllu þessu tímabili, enda með eldri gerð af farsíma en ekki snjallsíma.“ Þessi frásögn þykir svipa til fyrrnefnds atriðis úr Áramótaskaupinu síðasta, þar sem par veltir fyrir sér óræðum reikningum sem borist hafa frá fjarskiptafyrirtækjum. Neytendur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Neytendasamtökin segjast hafa fengið „margar ábendingar og kvartanir“ vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. Þá segja samtökin oft erfitt að skilja reikningana sem frá fjarskiptafyrirtækjunum koma, og vitna til atriðis úr Áramótaskaupinu. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða fjórfalt hærri símreikning en þjónustuleiðin kvað á um. „Ýmist er gagnamagn aukið eða minnkað, mismunandi leiðir eru farnar í að mæla notkun og símtöl eru annað hvort ókeypis eða gjaldskyld,“ segir í frétt á vef Neytendasamtakanna og bætt við að því sé algengt að fólk sem byrjaði í viðskiptum við fjarskiptafélag í ákveðinni þjónustuleið sé allt í einu farið að borga mun hærra verð fyrir þjónustu sem það notfærir sér ekki að öllu leyti. „Þetta telja Neytendasamtökin grafalvarlegt og þá sérstaklega þegar tilkynningar frá fjarskiptafélögum koma einungis fram á greiðsluseðlum,“ sem oft geti verið erfitt að skilja sem fyrr segir.Fékk gagnamagn sem hann gat ekki notað Í frétt Neytendasamtakanna er reifað mál félagsmanns sem sagður er hafa verið í viðskiptum við ónefnt fjarskiptafélag til margra ára. Á hann að hafa greitt upphaflega 890 krónur á mánuði. „Þegar hann skoðaði reikningsyfirlit sitt kom í ljós að undanfarna 17 mánuði hafði hann greitt 3.870 krónur á mánuði. Þegar leitað var skýringa frá fjarskiptafélaginu kom í ljós að þjónustuleiðum hafði verið breytt þannig að „minnsti pakkinn” hafði verið stækkaður og gagnamagni upp á 30GB bætt við.“ Síðar átti nýr, minni pakki eftir að líta dagsins ljós sem er sagður hafa hentað umræddum félagsmanni betur. „Það sem er athyglisvert í þessu máli er að félagsmaður var færður upp úr minnsta pakkanum í stærri pakka, sem var þó enn minnstur, en síðan þegar nýr minni pakki var búinn til var hann ekki færður þangað aftur þrátt fyrir að hafa aldrei nýtt sér nokkuð af því gagnamagni sem fylgdi á öllu þessu tímabili, enda með eldri gerð af farsíma en ekki snjallsíma.“ Þessi frásögn þykir svipa til fyrrnefnds atriðis úr Áramótaskaupinu síðasta, þar sem par veltir fyrir sér óræðum reikningum sem borist hafa frá fjarskiptafyrirtækjum.
Neytendur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira