25 ár liðin frá árásinni á Nancy Kerrigan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 15:30 Nancy Kerrigan og Tonya Harding. Vísir/Getty Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottninguna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í einn mesta skúrk íþróttasögunnar. Fjölmiðlar og aðrir hafa verið að rifja upp þetta sérstaka mál í dag og í gær en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessar skautadrottningar væru á milli tannanna á fólki. Fyrir aldarfjórðungi síðan voru skautadrottningarnar Nancy Kerrigan og Tonya Harding að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í Lillehammer í Noregi. Þá gerðist atvik sem stal athygli alls heimsins. 6. janúar 1994 var ráðist á Nancy Kerrigan þegar hún var nýkomin af ísnum eftir æfingu fyrir bandaríska meistaramótið í Detroit. Það náðist ekki myndband af árásinni sjálfri en myndatökumenn komu á staðinn þegar Nancy Kerrigan sat hágrátandi á gólfinu og öskraði: Af hverju ég? Árásamaðurinn reyndist vera félagi Jeff Gillooly, eiginmanns Tonyu Harding - helsta keppinautar Kerrigan. Var markmiðið að koma í veg fyrir að Kerrigan kæmist á leikana í Lillehammer. Allt frá þessum degi fyrir 25 árum síðan hafa nöfn Nancy Kerrigan og Tonya Harding verið tengd og nú síðast var gerð Hollywood kvikmynd um málið. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um málið.Nancy Kerrigan, an Olympic figure skater from Stoneham, Massachusetts, was clubbed on the right leg 25 years ago today #infamous#scandal#whypic.twitter.com/xl5Hwbd3z0 — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 6, 2019Málið greip athygli heimsins enda sett upp eins og handrit að góðri bíómynd með bandarískri skautaprinsessu sem hetju og strákastelpu sem skúrki. Heimurinn fylgdist með og þegar þær mættu báðar á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer komust miklu færri að en vildu. Nancy Kerrigan náði sér af meiðslunum og vann silfurverðlaun á leikunum. Tonya Harding náði ekki nema áttunda sæti. Fólk á Twitter hefur verið að rifja upp árásina á Nancy Kerrigan og eftirmála þessa máls í tilefni af þessum tímamótum.25 years ago today: the attack on Nancy Kerrigan by Tonya Harding’s knuckleheads. I covered every second of the story & have never seen anything like it since. Here’s my 2014 @USATODAY look-back, including rare interviews with both Nancy & Tonya: https://t.co/Z6HsrhnzLo — Christine Brennan (@cbrennansports) January 6, 2019Cover of the NY Daily News, 25 years ago today. pic.twitter.com/FCiIeMu9Q5 — Darren Rovell (@darrenrovell) January 7, 2019On this date January 6 in 1994, Ice skater Nancy Kerrigan was attacked by Shawn Eckardt, Tonya Harding's bodyguard. Photo by Jack Smith. pic.twitter.com/OYZOz3jq1q — Jeffrey Guterman (@JeffreyGuterman) January 6, 2019 Ólympíuleikar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sjá meira
Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottninguna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í einn mesta skúrk íþróttasögunnar. Fjölmiðlar og aðrir hafa verið að rifja upp þetta sérstaka mál í dag og í gær en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessar skautadrottningar væru á milli tannanna á fólki. Fyrir aldarfjórðungi síðan voru skautadrottningarnar Nancy Kerrigan og Tonya Harding að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í Lillehammer í Noregi. Þá gerðist atvik sem stal athygli alls heimsins. 6. janúar 1994 var ráðist á Nancy Kerrigan þegar hún var nýkomin af ísnum eftir æfingu fyrir bandaríska meistaramótið í Detroit. Það náðist ekki myndband af árásinni sjálfri en myndatökumenn komu á staðinn þegar Nancy Kerrigan sat hágrátandi á gólfinu og öskraði: Af hverju ég? Árásamaðurinn reyndist vera félagi Jeff Gillooly, eiginmanns Tonyu Harding - helsta keppinautar Kerrigan. Var markmiðið að koma í veg fyrir að Kerrigan kæmist á leikana í Lillehammer. Allt frá þessum degi fyrir 25 árum síðan hafa nöfn Nancy Kerrigan og Tonya Harding verið tengd og nú síðast var gerð Hollywood kvikmynd um málið. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um málið.Nancy Kerrigan, an Olympic figure skater from Stoneham, Massachusetts, was clubbed on the right leg 25 years ago today #infamous#scandal#whypic.twitter.com/xl5Hwbd3z0 — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 6, 2019Málið greip athygli heimsins enda sett upp eins og handrit að góðri bíómynd með bandarískri skautaprinsessu sem hetju og strákastelpu sem skúrki. Heimurinn fylgdist með og þegar þær mættu báðar á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer komust miklu færri að en vildu. Nancy Kerrigan náði sér af meiðslunum og vann silfurverðlaun á leikunum. Tonya Harding náði ekki nema áttunda sæti. Fólk á Twitter hefur verið að rifja upp árásina á Nancy Kerrigan og eftirmála þessa máls í tilefni af þessum tímamótum.25 years ago today: the attack on Nancy Kerrigan by Tonya Harding’s knuckleheads. I covered every second of the story & have never seen anything like it since. Here’s my 2014 @USATODAY look-back, including rare interviews with both Nancy & Tonya: https://t.co/Z6HsrhnzLo — Christine Brennan (@cbrennansports) January 6, 2019Cover of the NY Daily News, 25 years ago today. pic.twitter.com/FCiIeMu9Q5 — Darren Rovell (@darrenrovell) January 7, 2019On this date January 6 in 1994, Ice skater Nancy Kerrigan was attacked by Shawn Eckardt, Tonya Harding's bodyguard. Photo by Jack Smith. pic.twitter.com/OYZOz3jq1q — Jeffrey Guterman (@JeffreyGuterman) January 6, 2019
Ólympíuleikar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sjá meira