Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að háskólar fái aukið svigrúm til að innrita nemendur. Háskólunum sjálfum sé best treystandi til að meta hvort umsækjendur hafi nægilega þekkingu eða reynslu til að setjast á skólabekk, hvort sem viðkomandi hafi tiltekna prófgráðu eða ekki. „Í stað þess að umsækjendur með stúdentspróf hafi forgang inn í hérlenda háskóla ættu háskólar að meta til jafns aðra þekkingu og reynslu umsækjenda, til dæmis úr atvinnulífinu,” segir Áslaug. Áslaug hyggst leggja fram frumvarp eftir að þing kemur saman á ný í lok janúar. „Það er verið að skoða það að koma á laggirnar fagháskólastigi sem kæmi þá mögulega til móts við þessar þarfir. Þar til því hefur verið lokið tel ég rétt að leggja fram þessa breytingu til að auka sveigjanleika kerfisins og auka svigrúm háskólanna til að taka inn fjölbreyttari nemendahóp,” segir hún. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp síðasta haust til að jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs þegar kæmi að innritun í háskóla. Áslaug var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð. Nýja frumvarpið gangi lengra og sé eins konar viðbót við það fyrra. „Í of mörgum tilfellum þá er fólki sem á erindi í háskólanám gert of erfitt fyrir að komast að. Með þessu frumvarpi þá væri það áfram háskólanna að setja inntökuskilyrðin en þeir yrðu þá ekki eins bundnir af tilteknum prófgráðum umsækjenda og fengju aukið svigrúm til að taka inn hæfa og góða nemendur með ólíkan bakgrunn,“ segir Áslaug og bætir við: „Einn helsti ávinningurinn af þessu er að breyta viðhorfi fólks gagnvart iðnnámi eða annarri reynslu og þekkingu sem margir ávinna sér á vinnumarkaði eða í öðrum störfum. Við megum ekki loka fyrir tækifæri framtíðarinnar með því að sníða fólkið eftir kerfinu, heldur á kerfið að vera sniðið að fólkinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að háskólar fái aukið svigrúm til að innrita nemendur. Háskólunum sjálfum sé best treystandi til að meta hvort umsækjendur hafi nægilega þekkingu eða reynslu til að setjast á skólabekk, hvort sem viðkomandi hafi tiltekna prófgráðu eða ekki. „Í stað þess að umsækjendur með stúdentspróf hafi forgang inn í hérlenda háskóla ættu háskólar að meta til jafns aðra þekkingu og reynslu umsækjenda, til dæmis úr atvinnulífinu,” segir Áslaug. Áslaug hyggst leggja fram frumvarp eftir að þing kemur saman á ný í lok janúar. „Það er verið að skoða það að koma á laggirnar fagháskólastigi sem kæmi þá mögulega til móts við þessar þarfir. Þar til því hefur verið lokið tel ég rétt að leggja fram þessa breytingu til að auka sveigjanleika kerfisins og auka svigrúm háskólanna til að taka inn fjölbreyttari nemendahóp,” segir hún. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp síðasta haust til að jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs þegar kæmi að innritun í háskóla. Áslaug var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð. Nýja frumvarpið gangi lengra og sé eins konar viðbót við það fyrra. „Í of mörgum tilfellum þá er fólki sem á erindi í háskólanám gert of erfitt fyrir að komast að. Með þessu frumvarpi þá væri það áfram háskólanna að setja inntökuskilyrðin en þeir yrðu þá ekki eins bundnir af tilteknum prófgráðum umsækjenda og fengju aukið svigrúm til að taka inn hæfa og góða nemendur með ólíkan bakgrunn,“ segir Áslaug og bætir við: „Einn helsti ávinningurinn af þessu er að breyta viðhorfi fólks gagnvart iðnnámi eða annarri reynslu og þekkingu sem margir ávinna sér á vinnumarkaði eða í öðrum störfum. Við megum ekki loka fyrir tækifæri framtíðarinnar með því að sníða fólkið eftir kerfinu, heldur á kerfið að vera sniðið að fólkinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira