Ævikvöldið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Samfélag sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða. Allnokkuð skortir á það og dapurlegt dæmi um slíkt opinberaðist í frétt sem birtist hér í Fréttablaðinu undir lok síðustu viku með hinni sláandi fyrirsögn: Þeir elstu bæði einmana og vannærðir. Í stuttu máli fjallaði fréttin um niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal á næringarástandi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Í ljós kom að þátttakendur í rannsókn hennar nærðust ekki nægilega og þjáðust auk þess af þunglyndi, depurð og einmanaleika. Allir áttu það sameiginlegt að hafa minna en 200.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, sem varla flokkast undir gott hlutskipti. Hér á landi er staðan sem sagt sú að til er hópur aldraðra sem þjáist bæði af vannæringu og einmanaleika og getur fjárhags síns vegna ekki veitt sér mikið. Í velferðarsamfélagi eins og því íslenska á fólk ekki að þurfa að þjást af vannæringu. Ekki nema velferðarsamfélagið eigi að vera fyrir suma – og varla viljum við það. Komi í ljós að einstaklingur þjáist af vannæringu á það að teljast sjálfsögð og eðlileg skylda að fylgst sé með honum, og tryggt að hann fái nauðsynlega aðstoð og séu gefin góð ráð. Vannæring hefur skelfileg áhrif, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg, eins og Berglind Soffía benti á í viðtali í Fréttablaðinu og nefndi hún meðal annars minnisleysi, kvíða og þunglyndi. Í rannsókn hennar kom fram að þegar þátttakendur voru spurður hversu oft þeir væru einmana var svarið gjarnan: „Allan sólarhringinn“. Svar sem hljómar óneitanlega eins og örvæntingaróp. Rétt mataræði lagar margt, en læknar ekki einmanaleika. Einstaklingur sem finnur ekki fyrir umhyggju annarra getur ekki annað en verið einmana. Þá þarf að finna leiðir til að auðvelda honum að komast í kynni við aðra, ekki senda honum þau skilaboð að þar sem hann sé nánast kominn að endastöð í lífinu þá sé bara eðlilegt að hann sé utangarðs. Við einmanaleika og vannæringu bætist síðan bág fjárhagsstaða. Vissulega er það svo að auður er engin trygging fyrir hamingju í lífinu. Um það mætti nefna fjölmörg dapurleg dæmi. Fátækt gerir heldur engan sælan þótt fjölmargir eigi ekki annan kost en að bíta á jaxlinn og búa við hana. Víst er að þátttakendur í þessari könnun Berglindar Soffíu búa ekki við það áhyggjulausa ævikvöld sem góðir og gegnir samfélagsþegnar eiga svo rækilega skilið að njóta. Margt er ógert í velferðarsamfélaginu og vissulega þarf að forgangsraða. Það þarf einmitt að gera á þann hátt að grípa til úrbóta um leið og meinsemdirnar opinberast en ekki láta þær hrúgast upp. Íslendingar, þar á meðal ráðamenn sem geta breytt hlutum, eiga að taka mark á könnunum eins og þessari sem lýsir ástandi sem engin ástæða er til að sætta sig við. Fólk sem á langri starfsævi vann samfélaginu mikið gagn á ekki að þurfa að þola það að samfélagið láti það afskipt, rétt eins og það sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Sjá meira
Samfélag sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða. Allnokkuð skortir á það og dapurlegt dæmi um slíkt opinberaðist í frétt sem birtist hér í Fréttablaðinu undir lok síðustu viku með hinni sláandi fyrirsögn: Þeir elstu bæði einmana og vannærðir. Í stuttu máli fjallaði fréttin um niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal á næringarástandi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Í ljós kom að þátttakendur í rannsókn hennar nærðust ekki nægilega og þjáðust auk þess af þunglyndi, depurð og einmanaleika. Allir áttu það sameiginlegt að hafa minna en 200.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, sem varla flokkast undir gott hlutskipti. Hér á landi er staðan sem sagt sú að til er hópur aldraðra sem þjáist bæði af vannæringu og einmanaleika og getur fjárhags síns vegna ekki veitt sér mikið. Í velferðarsamfélagi eins og því íslenska á fólk ekki að þurfa að þjást af vannæringu. Ekki nema velferðarsamfélagið eigi að vera fyrir suma – og varla viljum við það. Komi í ljós að einstaklingur þjáist af vannæringu á það að teljast sjálfsögð og eðlileg skylda að fylgst sé með honum, og tryggt að hann fái nauðsynlega aðstoð og séu gefin góð ráð. Vannæring hefur skelfileg áhrif, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg, eins og Berglind Soffía benti á í viðtali í Fréttablaðinu og nefndi hún meðal annars minnisleysi, kvíða og þunglyndi. Í rannsókn hennar kom fram að þegar þátttakendur voru spurður hversu oft þeir væru einmana var svarið gjarnan: „Allan sólarhringinn“. Svar sem hljómar óneitanlega eins og örvæntingaróp. Rétt mataræði lagar margt, en læknar ekki einmanaleika. Einstaklingur sem finnur ekki fyrir umhyggju annarra getur ekki annað en verið einmana. Þá þarf að finna leiðir til að auðvelda honum að komast í kynni við aðra, ekki senda honum þau skilaboð að þar sem hann sé nánast kominn að endastöð í lífinu þá sé bara eðlilegt að hann sé utangarðs. Við einmanaleika og vannæringu bætist síðan bág fjárhagsstaða. Vissulega er það svo að auður er engin trygging fyrir hamingju í lífinu. Um það mætti nefna fjölmörg dapurleg dæmi. Fátækt gerir heldur engan sælan þótt fjölmargir eigi ekki annan kost en að bíta á jaxlinn og búa við hana. Víst er að þátttakendur í þessari könnun Berglindar Soffíu búa ekki við það áhyggjulausa ævikvöld sem góðir og gegnir samfélagsþegnar eiga svo rækilega skilið að njóta. Margt er ógert í velferðarsamfélaginu og vissulega þarf að forgangsraða. Það þarf einmitt að gera á þann hátt að grípa til úrbóta um leið og meinsemdirnar opinberast en ekki láta þær hrúgast upp. Íslendingar, þar á meðal ráðamenn sem geta breytt hlutum, eiga að taka mark á könnunum eins og þessari sem lýsir ástandi sem engin ástæða er til að sætta sig við. Fólk sem á langri starfsævi vann samfélaginu mikið gagn á ekki að þurfa að þola það að samfélagið láti það afskipt, rétt eins og það sé ekki til.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun