Orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar skerðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2019 20:41 Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag. Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag.
Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00