Aldraðir eiga að borða fitu, prótein og orkuríka fæðu að sögn næringarfræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 12:18 Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía. Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía.
Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira