Parkland-nefndin mælir með því að kennarar megi bera vopn í skólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 21:45 Þessi kennari má ganga með byssu í skólanum nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. Vísir/Getty Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Sérstök nefnd, sem falið var að rannsaka skotárásina í Parkland í Flórída-ríki Bandaríkjanna á síðasta ári, hefur skilað inn tillögum og tilmælum um hvernig koma megi veg fyrir að skólar verði skotmörk árásarmanna. Meðal tillagna nefndarinnar er að kennurum verði leyft að bera byssur í skólum. Nefndin hefur skilað af sér 446 blaðsíðna skýrslu þar sem er farið ítarlega í saumana á skotárásinni sem framin var þann 14. febrúar á síðasta ári. Alls létust sautján og fjölmargir særðust þegar Nikolaz Cruz gekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Tillagan um að kennarar megi vera með byssur í skólastofum er ekki ný af nálinni en öðlaðist nýtt líf eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að slíkt gæti verið áhrifarík leið til þess að verjast skotárásum í skólum, skömmu eftir skotárásina í Parkland.Eftir árásina í Parkland var opnað á það í Flórída að starfsmenn skóla, þó ekki kennarar, mættu bera vopn í skólum í samráði við lögreglu að undangengnu ítarlegu skotvopnanámskeiði. Parkland-nefndin mælir með því að þetta verðu úttvíkkað þannig að kennarar geti tekið þátt.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe RaedleLögreglan gagnrýnd Nefndin gerir einnig fjölmargar aðrar tillögur sem aðallega virðast ætlaðar til þess að letja þá sem hafa hug á því að beita skotvopnum í skóla til þess að gera slíkt. Meðal annars er mælt með því að tryggt sé að hægt verði að læsa skólastofum að innanverðu, fjármagn fáist til þess að gera allt gler í gluggum í skólum í Flórída skothelt fyrir árið 2025 og að kennarar fái aukna fræðslu í því hvernig eigi að bera sig að á meðan á skotárás stendur. Nefndin er einnig harðorð í garð lögreglunnar í umdæmi skólans í Parkland en lögreglufulltrúi sem var á vettvangi árásarinnar aðhafðist ekkert og var harðlega gagnrýndur fyrir vikið. Stefna lögreglunnar er að lögreglumenn ráði því sjálfur hvort þeir ráðist til atlögu gegn árásarmanni eða ekki. Í skýrslu nefndarinnar er mælt með því að það lögreglan taki af öll tvímæli um það að það sé skylda lögreglumanna að ráðast til atlögu gegn árásarmanni þegar svo ber undir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01
Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári og hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. 1. janúar 2019 20:00