Afskráðu ePóst án samþykkis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2019 06:15 Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Vísir/Arnar Halldórsson Íslandspóstur ohf. (ÍSP) fékk ekki samþykki Samkeppniseftirlitsins (SKE) áður en dótturfyrirtæki þess, ePóstur, var innlimað í móðurfélagið. Í sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina í febrúar 2017 segir að ekki megi sameina dótturfélög móðurfélaginu nema samþykki SKE liggi fyrir. Félagið ePóstur var til umfjöllunar undir lok síðasta árs. ÍSP lánaði félaginu um 300 milljónir króna en lét lánin ekki bera vexti. Í fyrrnefndri sátt segir að reikna skuli vexti á lánin en það hyggst ÍSP ekki gera. Séu lánin látin bera markaðsvexti má reikna með að tap ÍSP af ePósti nemi hátt í hálfan milljarð króna. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var ePóstur afskráð 13. desember síðastliðinn. Samruni félaganna var ákveðinn síðasta sumar en eftirlitsaðilum með sáttinni ekki tilkynnt um fyrirætlunina fyrr en fjórum mánuðum síðar. Áður en afstaða þeirra lá fyrir voru félögin sameinuð. Í skriflegu svari SKE við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki liggi fyrir hjá stofnuninni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot gegn sáttinni. Því liggi ekki fyrir hvort gripið verði til aðgerða gagnvart ÍSP. Málið sé í skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem SKE skoðar fyrirtæki sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, stýrir en hann var einnig forstjóri Eimskips í upphafi þessarar aldar. SKE ákvað Eimskipi 310 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota fyrirtækisins í stjórnartíð Ingimundar. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til ÍSP vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnendur segja að tapið megi rekja til aukningar í „Kínasendingum“ en viðvarandi taprekstur hefur verið á dótturfélagi, sem ÍSP hefur lánað, og ýmsum þáttum samkeppnisrekstrar, til dæmis sendingum innanlands, áður en tap af erlendum sendingum kom til. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00 Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) fékk ekki samþykki Samkeppniseftirlitsins (SKE) áður en dótturfyrirtæki þess, ePóstur, var innlimað í móðurfélagið. Í sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina í febrúar 2017 segir að ekki megi sameina dótturfélög móðurfélaginu nema samþykki SKE liggi fyrir. Félagið ePóstur var til umfjöllunar undir lok síðasta árs. ÍSP lánaði félaginu um 300 milljónir króna en lét lánin ekki bera vexti. Í fyrrnefndri sátt segir að reikna skuli vexti á lánin en það hyggst ÍSP ekki gera. Séu lánin látin bera markaðsvexti má reikna með að tap ÍSP af ePósti nemi hátt í hálfan milljarð króna. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var ePóstur afskráð 13. desember síðastliðinn. Samruni félaganna var ákveðinn síðasta sumar en eftirlitsaðilum með sáttinni ekki tilkynnt um fyrirætlunina fyrr en fjórum mánuðum síðar. Áður en afstaða þeirra lá fyrir voru félögin sameinuð. Í skriflegu svari SKE við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki liggi fyrir hjá stofnuninni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot gegn sáttinni. Því liggi ekki fyrir hvort gripið verði til aðgerða gagnvart ÍSP. Málið sé í skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem SKE skoðar fyrirtæki sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, stýrir en hann var einnig forstjóri Eimskips í upphafi þessarar aldar. SKE ákvað Eimskipi 310 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota fyrirtækisins í stjórnartíð Ingimundar. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til ÍSP vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnendur segja að tapið megi rekja til aukningar í „Kínasendingum“ en viðvarandi taprekstur hefur verið á dótturfélagi, sem ÍSP hefur lánað, og ýmsum þáttum samkeppnisrekstrar, til dæmis sendingum innanlands, áður en tap af erlendum sendingum kom til.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00 Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30
Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00
Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30