Leikið var í Mercedes-Benz höllinni í Berlín í kvöld fyrir framan rúma átta þúsund áhorfendur en Martin og félagar leiddu í hálfleik 44-38.
Þeir leiddu svo eftir þriðja leikhlutann en í síðasta leikhlutanum náðu gestirnir að minnka muninn í fjögur stig. Nær komust þeir ekki og öflugur sigur Berlín, 83-74.
Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinum og er Berlín því með tvö stig eftir fyrstu umferðna en einnig eru Vilnius og Partizan með þeim í riðli.
KR-ingurinn öflugi gerði ellefu stig fyrir Berlín í kvöld en auk þess gaf hann sex stoðsendingar. Hann stal einum bolta til viðbótar.
Dagur Kár Jónsson spilaði ekkert er lið hans Flyers Wels vann öruggan sigur á Traiskirchen, 83-65, í austurrísku úrvalsdeildinni. Flyers er í áttunda sæti deildarinnar af tíu liðum.
Martin Hermannsson @hermannsson15 was decisive in the first game of @EuroCup Top 16 leading @albaberlin to a great win against Monaco with 11 points 6 assists 4 fouls won in 22 minutes @TangramSports
— Christos Lazarou (@ChristosLazarou) January 3, 2019