„Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:10 Ólafur Jónas Sigurðsson mætti með derhúfu í kvöld til að fela nýja hárlitinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan vann góðan sigur á Grindavík í kvöld í Bónus-deild kvenna 77-64 en þetta var í annað sinn á viku sem liðin mætast. Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira