Disney-árið mikla 2019 Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. janúar 2019 23:00 Marvel-hetjurnar voru í vondum málum í lok síðustu myndar, Infinity War, og sjálfsagt munu hörmungarnar halda áfram í Endgame og hætt við að einhverjir muni lúta í gras í þeim hildarleik. Eins og síðustu ár verða ofurhetjur og stjörnustríð frek til fjörsins á bíóárinu 2019 en kunnuglegar teiknimyndasöguhetjur munu einnig gera sig gildandi ásamt hryllilegum vágestum úr hugarfylgsnum hrollvekjumeistarans Stephens King. Með fullri virðingu fyrir Star Wars er Marvel-myndin Avengers: Endgame líklega sú mynd sem beðið er með mestri eftirvæntingu. Myndin er, eins og titillinn ber með sér, lokakafli The Avengers-myndabálksins með þá Captain America og Iron Man í forgrunni. Áhorfendur skildu við sameinuð hetjugengi The Avengers og Guardians of the Galaxy í verulega vondum málum í fyrra í lok Avengers: Infinity War þegar drjúgur hluti þeirra, ásamt hálfri heimsbyggðinni, varð að dufti með einum fingursmelli þursins Thanosar. Biðin eftir framhaldinu hefur reynt verulega á þanþol tauga Marvel-aðdáenda en sem betur fer verður endataflið frumsýnt í lok apríl og þá kemur í ljós hvort Doctor Strange hitti á einu réttu niðurstöðuna áður en hann gufaði upp og þá um leið hvaða hetjur eiga afturkvæmt eftir ósigurinn fyrir Thanosi.Meira Marvel Marvel gefur ekkert eftir á þessu ári en auk Endgame býður myndasögurisinn upp á Captain Marvel og nýja Spider-Man mynd, Far from Home. Köngulóarmaðurinn verður sumarmynd en Brie Larson ríður á ofurhetjuvaðið í byrjun mars sem herflugmaðurinn Carol Danvers sem breytist í ofurhetjuna Captain Marvel. Myndarinnar er ekki síst beðið með eftirvæntingu þar sem talið er víst að í henni leynist tengingar yfir í Endgame og mögulega vísbendingar um hvers er að vænta í þeirri mynd.Spurningum um Rey og Kylo verður vonandi svarað í desember.Níundi kafli Geimgenglasögu Biðin eftir níunda kafla stjörnustríðssögu Geimgenglafjölskyldunnar verður öllu lengri en venju samkvæmt verður Star Wars: Episode IX jólamynd. Myndin hefur ekki enn fengið undirtitil en hún markar endalok þríleiksins sem leikstjórinn J.J. Abrams hóf með The Force Awakens 2015. Abrams bindur sjálfur endahnútinn á darraðardans þeirra Rey og Kylo Ren á mörkum góðs og ills eftir stórgóðan en mjög umdeildan millikafla, The Last Jedi, sem Rian Johnson bauð upp á um jólin 2017.Allt bendir til þess að Pixar muni aftur töfra fram heillandi ævintýri um Vidda, Bósa og félaga.Viddi og Bósi snúa aftur Tölvuteiknimyndirnar sem kenndar eru við Toy Story og persónur þeirra eru með þeim allra ástsælustu í þeirri deild síðustu áratugi. Toy Story 3 kom út 2010 og almennt var talið að með þeim frábæra kafla væri ævintýrum Vidda og Bósa ljósárs lokið. En nú mæta þeir aftur til leiks ásamt gömlum kunningjum og einhverjum nýjum og flest bendir til þess að Pixar hafi enn eina ferðina tekist að galdra fram pottþétt og fallegt ævintýri.Elsa er ekki alveg tilbúin til þess að sleppa takinu.Þetta er (ekki alveg) nóg Prinsessuævintýrið Frozen, um þær systur Elsu og Önnu, sló eftirminnilega í gegn fyrir fimm árum og þær systur og lagið hennar Elsu, Let it go (Þetta er nóg) njóta enn umtalsverðra vinsælda sem verða líklega endurnýjaðar hressilega síðla árs með Frozen 2. Allir sem komu að fyrri myndinni endurtaka leikinn þannig að ef handritið er gott ætti ekkert að geta farið úrskeiðis.Simbi heillar á ný Ljónsunginn Simbi heillaði börn og fullorðna 1994 í einni allra bestu Disney-teiknimynd síðari tíma, The Lion King. Disney freistast nú til þess að læsa klónum í nýjar kynslóðir áhorfenda með tölvugerðri endurgerð myndarinnar sem uppkomnir aðdáendur fyrstu myndarinnar bíða eftir í ofvæni.Ófétið Pennywise gerir aðra atlögu í öðrum hluta It.Meiri trúðslæti Hrollvekjuhöfundurinn Stephen King sagði söguna um óværuna, trúðinn Pennywise, á tveimur tímabilum í hinni hnausþykku bók It. Annars vegar tókst hópur unglinga á við skrímslið og hafði betur en þó ekki endanlega þar sem Pennywise skaut aftur upp sínum fúla kolli þegar þau voru fullorðin og lokauppgjörið fór fram. Fyrri hluti sögunnar sló í gegn í velheppnuðum hrolli fyrir tveimur árum og nú er komið að því að uppkomnar hetjur fyrri myndarinnar horfist á ný í augu við ógnvald æsku sinnar. Bill Skarsgård heldur áfram að djöflast í gervi trúðsins en James McAvoy og Jessica Chastain bregða sér í hlutverk fullorðinna Bills og Beverly sem fara fyrir trúðabörnunum.Eftir langa bið er bíómynd um Downton Abbey á leiðinni.Úr sjónvarpi í bíó Bíóárið 2019 býður góðu heilli upp á aðeins meira en ofurhetjur, geislasverð, talandi leikföng og hráefni í martraðir og sjálfsagt munu margir fegnir drífa sig til Jórvíkurskíris til fundar við persónur hinna vinsælu sjónvarpsþátta Downton Abbey þegar samnefnd kvikmynd kemur í bíó í september. Drjúgur hluti persóna og leikenda úr þáttunum láta að sér kveða í myndinni ásamt einhverjum nýjum andlitum. Michael Engler leikstýrir en Hugh Bonneville, Michelle Dockery, Maggie Smith, Elizabeth McGovern, Imelda Staunton og Geraldine James eru í helstu hlutverkum. Birtist í Fréttablaðinu Disney Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Eins og síðustu ár verða ofurhetjur og stjörnustríð frek til fjörsins á bíóárinu 2019 en kunnuglegar teiknimyndasöguhetjur munu einnig gera sig gildandi ásamt hryllilegum vágestum úr hugarfylgsnum hrollvekjumeistarans Stephens King. Með fullri virðingu fyrir Star Wars er Marvel-myndin Avengers: Endgame líklega sú mynd sem beðið er með mestri eftirvæntingu. Myndin er, eins og titillinn ber með sér, lokakafli The Avengers-myndabálksins með þá Captain America og Iron Man í forgrunni. Áhorfendur skildu við sameinuð hetjugengi The Avengers og Guardians of the Galaxy í verulega vondum málum í fyrra í lok Avengers: Infinity War þegar drjúgur hluti þeirra, ásamt hálfri heimsbyggðinni, varð að dufti með einum fingursmelli þursins Thanosar. Biðin eftir framhaldinu hefur reynt verulega á þanþol tauga Marvel-aðdáenda en sem betur fer verður endataflið frumsýnt í lok apríl og þá kemur í ljós hvort Doctor Strange hitti á einu réttu niðurstöðuna áður en hann gufaði upp og þá um leið hvaða hetjur eiga afturkvæmt eftir ósigurinn fyrir Thanosi.Meira Marvel Marvel gefur ekkert eftir á þessu ári en auk Endgame býður myndasögurisinn upp á Captain Marvel og nýja Spider-Man mynd, Far from Home. Köngulóarmaðurinn verður sumarmynd en Brie Larson ríður á ofurhetjuvaðið í byrjun mars sem herflugmaðurinn Carol Danvers sem breytist í ofurhetjuna Captain Marvel. Myndarinnar er ekki síst beðið með eftirvæntingu þar sem talið er víst að í henni leynist tengingar yfir í Endgame og mögulega vísbendingar um hvers er að vænta í þeirri mynd.Spurningum um Rey og Kylo verður vonandi svarað í desember.Níundi kafli Geimgenglasögu Biðin eftir níunda kafla stjörnustríðssögu Geimgenglafjölskyldunnar verður öllu lengri en venju samkvæmt verður Star Wars: Episode IX jólamynd. Myndin hefur ekki enn fengið undirtitil en hún markar endalok þríleiksins sem leikstjórinn J.J. Abrams hóf með The Force Awakens 2015. Abrams bindur sjálfur endahnútinn á darraðardans þeirra Rey og Kylo Ren á mörkum góðs og ills eftir stórgóðan en mjög umdeildan millikafla, The Last Jedi, sem Rian Johnson bauð upp á um jólin 2017.Allt bendir til þess að Pixar muni aftur töfra fram heillandi ævintýri um Vidda, Bósa og félaga.Viddi og Bósi snúa aftur Tölvuteiknimyndirnar sem kenndar eru við Toy Story og persónur þeirra eru með þeim allra ástsælustu í þeirri deild síðustu áratugi. Toy Story 3 kom út 2010 og almennt var talið að með þeim frábæra kafla væri ævintýrum Vidda og Bósa ljósárs lokið. En nú mæta þeir aftur til leiks ásamt gömlum kunningjum og einhverjum nýjum og flest bendir til þess að Pixar hafi enn eina ferðina tekist að galdra fram pottþétt og fallegt ævintýri.Elsa er ekki alveg tilbúin til þess að sleppa takinu.Þetta er (ekki alveg) nóg Prinsessuævintýrið Frozen, um þær systur Elsu og Önnu, sló eftirminnilega í gegn fyrir fimm árum og þær systur og lagið hennar Elsu, Let it go (Þetta er nóg) njóta enn umtalsverðra vinsælda sem verða líklega endurnýjaðar hressilega síðla árs með Frozen 2. Allir sem komu að fyrri myndinni endurtaka leikinn þannig að ef handritið er gott ætti ekkert að geta farið úrskeiðis.Simbi heillar á ný Ljónsunginn Simbi heillaði börn og fullorðna 1994 í einni allra bestu Disney-teiknimynd síðari tíma, The Lion King. Disney freistast nú til þess að læsa klónum í nýjar kynslóðir áhorfenda með tölvugerðri endurgerð myndarinnar sem uppkomnir aðdáendur fyrstu myndarinnar bíða eftir í ofvæni.Ófétið Pennywise gerir aðra atlögu í öðrum hluta It.Meiri trúðslæti Hrollvekjuhöfundurinn Stephen King sagði söguna um óværuna, trúðinn Pennywise, á tveimur tímabilum í hinni hnausþykku bók It. Annars vegar tókst hópur unglinga á við skrímslið og hafði betur en þó ekki endanlega þar sem Pennywise skaut aftur upp sínum fúla kolli þegar þau voru fullorðin og lokauppgjörið fór fram. Fyrri hluti sögunnar sló í gegn í velheppnuðum hrolli fyrir tveimur árum og nú er komið að því að uppkomnar hetjur fyrri myndarinnar horfist á ný í augu við ógnvald æsku sinnar. Bill Skarsgård heldur áfram að djöflast í gervi trúðsins en James McAvoy og Jessica Chastain bregða sér í hlutverk fullorðinna Bills og Beverly sem fara fyrir trúðabörnunum.Eftir langa bið er bíómynd um Downton Abbey á leiðinni.Úr sjónvarpi í bíó Bíóárið 2019 býður góðu heilli upp á aðeins meira en ofurhetjur, geislasverð, talandi leikföng og hráefni í martraðir og sjálfsagt munu margir fegnir drífa sig til Jórvíkurskíris til fundar við persónur hinna vinsælu sjónvarpsþátta Downton Abbey þegar samnefnd kvikmynd kemur í bíó í september. Drjúgur hluti persóna og leikenda úr þáttunum láta að sér kveða í myndinni ásamt einhverjum nýjum andlitum. Michael Engler leikstýrir en Hugh Bonneville, Michelle Dockery, Maggie Smith, Elizabeth McGovern, Imelda Staunton og Geraldine James eru í helstu hlutverkum.
Birtist í Fréttablaðinu Disney Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira