Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 09:00 Atriðið í áramótaskaupinu vakti mikla athygli. Skjáskot RÚV Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu ætlar að hittast um miðjan janúar þar sem lögð verða fram drög að niðurstöðu fyrir hópinn. Nefndin hefur til skoðunar mögulegar breytingar á reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Formaður nefndarinnar segir að ef samkynhneigðum körlum, sem hafa stundað kynlíf með öðrum körlum, yrði leyft að gefa blóð gæti það haft í för með sér mikinn kostnaðarauka hjá Blóðbankanum. Atriðið um samkynhneigða karlmenn og blóðgjafir vakti mikla athygli í áramótaskaupi Sjónvarpsins. Þar mátti sjá þegar komið er með lífshættulega slasaða konu inn á bráðadeild sem vantar blóðgjöf til að lifa af. Blóðgjafi er fundinn fljótt en honum umsvifalaust hafnað af því um er að ræða óperusöngvarann Bergþór Pálsson sem er samkynhneigður. Þeirri spurningu er varpað fram hvers vegna hommar mega ekki gefa blóð? Bergþór Pálsson brestur þá í söng og nýtur síðar liðsinnis annarra samkynhneigðra söngvara, þeirra Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Haffa Haff, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Harðar Torfasonar sem spyrja hvort hommar séu kannski menn? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, er formaður ráðgjafanefndarinnar en hann segir aðspurður að blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sé snúið mál. Bannið hefur verið við lýði á Íslandi í mörg ár og kemur til af því að ýmsar sýkingar, sem eru kallaðar blóðbornar sýkingar, tengjast fremur karlmönnum sem stunda kynmök með karlmönnum.Sjá einnig: Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðaðTíðni ýmiskonar sjúkdóma, þar á meðal HIV, lifrarbólgu B og sýfilis, hefur verið hærri hjá þeim en í öðrum hópum samfélagsins og þess vegna hefur þessi ráðstöfun komist á. Már segir að upplýsingarnar um hvort viðkomandi blóðgjafi sé hommi eða ekki byggist á því hverju blóðgjafar svara á upplýsingalista sem þeir þurfa að fylla út áður en þeir gefa blóð.Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.VísirBlóðgjafar eru ekki bara spurðir út í kynhegðun heldur einnig ýmsa sjúkdóma, ferðalög, lyfjagjafir og ýmsa langvinna sjúkdóma sem geta útilokað þá frá blóðgjöf. Ef einhver hefur heimsótt malaríusvæði má hann ekki gefa blóð fyrr en að sex mánuðum liðnum frá því ferðalagi. Ef einstaklingar stunda vændi, ef þeir eru með astma eða lungnateppu og taka lyf við því, þá eru þeir útilokaðir. Allt sé þetta gert til að tryggja heilbrigði blóðsins.Skoða hvort skimun nægi Spurður hvort að skimun á blóði ætti ekki að nægja til að finna út hvort einhver geti gefið blóð, svarar Már að það sé í raun viðfangsefnið sem nefndin fáist við þessa dagana. Er óhætt að beita skimunum hjá einstaklingum óháð kynhegðun þeirra? Er nóg að viðkomandi hafi ekki haft endaþarmsmök í fjóra mánuði eða ár? Er það hlutverk nefndarinnar að leitast við því að svara spurningunni hvort óhætt sé að heimila samkynhneigðum mönnum að gefa blóð og hvaða skilyrði þarf þá að uppfylla. Skimunin sem Blóðbankinn beitir í dag byggir á því að mæla mótefni við blóðbornum veirum, eða bakteríum, og þá þarf að horfa til svokallaðs „gluggatíma“ sem er sá tími sem það tekur fyrir einstaklinga að fá smitefni í sig og þangað til einstaklingurinn hefur myndað mælanleg mótefni. Sá tími er misjafn eftir því um hvaða sýkingu er að ræða. Það geta verið tvær vikur og upp í nokkra mánuði þangað til mótefni myndast sem eru greinanleg. Ef samkynhneigður karlmaður ætlar að gefa blóð en hefur haft kynferðislegt samneyti við annan mann þremur dögum áður, þá getur sá blóðgjafi verið smitandi á blóðgjafardeginum þó svo að prófanir fyrir mótefnum séu neikvæðar.Þyrftu að grípa til kjarnasýruprófs Þá þyrfti í raun að grípa til næmari prófa, svokallaðra kjarnasýruprófa, þar sem gerð er mæling á því hvort að veira eða baktería sé til staðar í blóðinu þrátt fyrir að mótefni sé ekki myndað. Kæmi slíkt kjarnasýrupróf til álita hér á landi ef leyfa ætti samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð en það hefði í för með sér mikinn kostnaðarauka að sögn Más. Myndi eitt slíkt próf kosta tugi þúsunda en mótefna próf nokkrar þúsund krónur.Frá Blóðbankanum.Vísir/EgillNefndin hefur því í mörg horn að líta að sögn Más en mun í raun einungis álykta hvort faglegar forsendur séu fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna eða ekki. Ef það eru faglegar forsendur fyrir því að leyfa samkynhneigðum körlum að gefa blóð þá yrði skilyrði sett og nefndin mun reikna hvaða það myndi kosta fyrir Blóðbankann á ársgrundvelli. Danir hafa heimilað samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Bannið hér á landi er komið til af því að samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis er hins vegar tilkynnt um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir. Við það má bæta að talsvert fleiri tilheyra hópi gagnkynhneigðra í samfélaginu heldur en hópi samkynhneigðra og því hlutfallið hærra í hópi samkynhneigðra. Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu ætlar að hittast um miðjan janúar þar sem lögð verða fram drög að niðurstöðu fyrir hópinn. Nefndin hefur til skoðunar mögulegar breytingar á reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Formaður nefndarinnar segir að ef samkynhneigðum körlum, sem hafa stundað kynlíf með öðrum körlum, yrði leyft að gefa blóð gæti það haft í för með sér mikinn kostnaðarauka hjá Blóðbankanum. Atriðið um samkynhneigða karlmenn og blóðgjafir vakti mikla athygli í áramótaskaupi Sjónvarpsins. Þar mátti sjá þegar komið er með lífshættulega slasaða konu inn á bráðadeild sem vantar blóðgjöf til að lifa af. Blóðgjafi er fundinn fljótt en honum umsvifalaust hafnað af því um er að ræða óperusöngvarann Bergþór Pálsson sem er samkynhneigður. Þeirri spurningu er varpað fram hvers vegna hommar mega ekki gefa blóð? Bergþór Pálsson brestur þá í söng og nýtur síðar liðsinnis annarra samkynhneigðra söngvara, þeirra Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Haffa Haff, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Harðar Torfasonar sem spyrja hvort hommar séu kannski menn? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, er formaður ráðgjafanefndarinnar en hann segir aðspurður að blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sé snúið mál. Bannið hefur verið við lýði á Íslandi í mörg ár og kemur til af því að ýmsar sýkingar, sem eru kallaðar blóðbornar sýkingar, tengjast fremur karlmönnum sem stunda kynmök með karlmönnum.Sjá einnig: Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðaðTíðni ýmiskonar sjúkdóma, þar á meðal HIV, lifrarbólgu B og sýfilis, hefur verið hærri hjá þeim en í öðrum hópum samfélagsins og þess vegna hefur þessi ráðstöfun komist á. Már segir að upplýsingarnar um hvort viðkomandi blóðgjafi sé hommi eða ekki byggist á því hverju blóðgjafar svara á upplýsingalista sem þeir þurfa að fylla út áður en þeir gefa blóð.Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.VísirBlóðgjafar eru ekki bara spurðir út í kynhegðun heldur einnig ýmsa sjúkdóma, ferðalög, lyfjagjafir og ýmsa langvinna sjúkdóma sem geta útilokað þá frá blóðgjöf. Ef einhver hefur heimsótt malaríusvæði má hann ekki gefa blóð fyrr en að sex mánuðum liðnum frá því ferðalagi. Ef einstaklingar stunda vændi, ef þeir eru með astma eða lungnateppu og taka lyf við því, þá eru þeir útilokaðir. Allt sé þetta gert til að tryggja heilbrigði blóðsins.Skoða hvort skimun nægi Spurður hvort að skimun á blóði ætti ekki að nægja til að finna út hvort einhver geti gefið blóð, svarar Már að það sé í raun viðfangsefnið sem nefndin fáist við þessa dagana. Er óhætt að beita skimunum hjá einstaklingum óháð kynhegðun þeirra? Er nóg að viðkomandi hafi ekki haft endaþarmsmök í fjóra mánuði eða ár? Er það hlutverk nefndarinnar að leitast við því að svara spurningunni hvort óhætt sé að heimila samkynhneigðum mönnum að gefa blóð og hvaða skilyrði þarf þá að uppfylla. Skimunin sem Blóðbankinn beitir í dag byggir á því að mæla mótefni við blóðbornum veirum, eða bakteríum, og þá þarf að horfa til svokallaðs „gluggatíma“ sem er sá tími sem það tekur fyrir einstaklinga að fá smitefni í sig og þangað til einstaklingurinn hefur myndað mælanleg mótefni. Sá tími er misjafn eftir því um hvaða sýkingu er að ræða. Það geta verið tvær vikur og upp í nokkra mánuði þangað til mótefni myndast sem eru greinanleg. Ef samkynhneigður karlmaður ætlar að gefa blóð en hefur haft kynferðislegt samneyti við annan mann þremur dögum áður, þá getur sá blóðgjafi verið smitandi á blóðgjafardeginum þó svo að prófanir fyrir mótefnum séu neikvæðar.Þyrftu að grípa til kjarnasýruprófs Þá þyrfti í raun að grípa til næmari prófa, svokallaðra kjarnasýruprófa, þar sem gerð er mæling á því hvort að veira eða baktería sé til staðar í blóðinu þrátt fyrir að mótefni sé ekki myndað. Kæmi slíkt kjarnasýrupróf til álita hér á landi ef leyfa ætti samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð en það hefði í för með sér mikinn kostnaðarauka að sögn Más. Myndi eitt slíkt próf kosta tugi þúsunda en mótefna próf nokkrar þúsund krónur.Frá Blóðbankanum.Vísir/EgillNefndin hefur því í mörg horn að líta að sögn Más en mun í raun einungis álykta hvort faglegar forsendur séu fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna eða ekki. Ef það eru faglegar forsendur fyrir því að leyfa samkynhneigðum körlum að gefa blóð þá yrði skilyrði sett og nefndin mun reikna hvaða það myndi kosta fyrir Blóðbankann á ársgrundvelli. Danir hafa heimilað samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Bannið hér á landi er komið til af því að samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis er hins vegar tilkynnt um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir. Við það má bæta að talsvert fleiri tilheyra hópi gagnkynhneigðra í samfélaginu heldur en hópi samkynhneigðra og því hlutfallið hærra í hópi samkynhneigðra.
Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira