Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 17:32 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sósíalistaflokkur Íslands mun fella kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands inn í málefnastefnu flokksins. Það var samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Í tilkynningunni segir að með samþykktinni vilji flokkurinn ítreka að hann sé flokkur launafólks á Íslandi, eins og komi fram í stefnu flokksins. Flokkurinn sé flokkur launafólks og styðji baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Þá kemur fram í samþykkt félagsfundarins að til þess að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum hafi flokkurinn ákveðið að taka kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem myndi Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt hana inn í málefnastefnu sína. Einnig kemur fram að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem telji tæplega 60 þúsund manns. Þar að auki séu kröfugerðir Verslunarmannasambandsins og VR nánast samhljóða kröfugerðum SGS en þessi tvö félög telja um 35 þúsund manns til viðbótar. Þá er reiknað með því að önnur félög og samtök innan ASÍ taki undir kröfurnar. Þess vegna er því slegið fram að Sósíalistaflokkurinn geri með þessu kröfur um 135 þúsund Íslendinga að sínum. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni auk kröfugerðar SGS.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangfærsla um stöðu Gunnars Smára innan Sósíalistaflokksins. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, ekki formaður hans eins og upphaflega stóð í fréttinni. Þetta hefur verið leiðrétt. Kjaramál Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands mun fella kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands inn í málefnastefnu flokksins. Það var samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Í tilkynningunni segir að með samþykktinni vilji flokkurinn ítreka að hann sé flokkur launafólks á Íslandi, eins og komi fram í stefnu flokksins. Flokkurinn sé flokkur launafólks og styðji baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Þá kemur fram í samþykkt félagsfundarins að til þess að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum hafi flokkurinn ákveðið að taka kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem myndi Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt hana inn í málefnastefnu sína. Einnig kemur fram að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem telji tæplega 60 þúsund manns. Þar að auki séu kröfugerðir Verslunarmannasambandsins og VR nánast samhljóða kröfugerðum SGS en þessi tvö félög telja um 35 þúsund manns til viðbótar. Þá er reiknað með því að önnur félög og samtök innan ASÍ taki undir kröfurnar. Þess vegna er því slegið fram að Sósíalistaflokkurinn geri með þessu kröfur um 135 þúsund Íslendinga að sínum. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni auk kröfugerðar SGS.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangfærsla um stöðu Gunnars Smára innan Sósíalistaflokksins. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, ekki formaður hans eins og upphaflega stóð í fréttinni. Þetta hefur verið leiðrétt.
Kjaramál Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira