Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 16:08 Stefna Trump-stjórnarinnar vakti hörð viðbrögð í fyrra. Svo mikil var gagnrýnin að stjórnin breytti stefnunni í kjölfarið. Vísir/Getty Innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna segir að börn innflytjenda sem voru skilin frá foreldrum sínum á landamærunum að Mexíkó hafi verið þúsundum fleiri en greint hefur verið frá opinberlega. Skráningarkerfi yfirvalda var svo lélegt að ráðuneytið veit ekki hversu mörgum fjölskyldum var stíað í sundur með stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump eða hversu mörgum hefur verið skilað. Mikil reiði og hneykslan blossaði upp þegar greint var frá því að í það minnsta 2.500 börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna síðasta sumar. Aðskilnaðurinn var tilkominn vegna nýrrar stefnu ríkisstjórnar Trump um að handtaka alla sem komu ólöglega til landsins og halda þeim á meðan niðurstaða fengist í mál þeirra fyrir dómstólum. Í nýrri skýrslu innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins, sem bar ábyrgð á að sjá um börnin sem voru tekin af foreldrum sínum ásamt heimavarnarráðuneytinu, kemur fram að byrjað hafi verið að stía fjölskyldum í sundur með þessum hætti nokkrum mánuðum áður en stefnan var kynnt opinberlega og að mun fleiri börn hafi verið tekin af foreldrum sínum. „Hversu mörg börn voru aðskilin til viðbótar er okkur og ráðuneytinu ókunnugt um,“ segir í skýrslunni að því er segir í frétt Politico.Vita ekki hversu mörgum hefur verið skilað Fyrst var byrjað að sundra fjölskyldum árið 2017 og þá í tilraunaskyni fyrir stefnuna sem Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, kynnti formlega í maí í fyrra. Í skýrslunni segir að flest þeirra um 2.500 barna sem dómstólar skipuðu ráðuneytinu að skila til foreldra sinna í fyrra hafi verið komin aftur til þeirra innan þrjátíu daga. Ekkert sé hins vegar vitað um hversu mörgum af þeim þúsundum barna sem voru tekin af foreldrum sínum áður en stefnan var kynnt formlega hefur verið skilað. Skipulagsleysi ríkti einnig í meðhöndlun Trump-stjórnarinnar á börnunum. Þannig fylgdist hún ekki með fjölskyldum sem höfðu verið aðskildar í einum gagnagrunni heldur á sextíu mismunandi stöðum. Það telur endurskoðandinn hafa flækt sameiningu fjölskyldnanna. Heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi í fyrra að hafa týnt sumum börnum í fleiri mánuði. Bent er á í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ítrekað þurft að uppfæra tölur um hversu mörg börn hún hefði í haldi síðasta sumar. Í fyrstu sagði hún töluna 2.053 í júní en í október var formlega talan orðin 2.668.Washington Post segir að 118 börn hafi verið skilin frá foreldrum sínum frá því í júlí og fram í byrjun nóvember í fyrra, eftir að ríkisstjórn Trump sagðist ætla að stöðva aðskilnaðarstefnu sína á landamærunum. Þá segir skýrslan að innflytjendayfirvöld hafi sagt aðalástæðuna fyrir að þau hefðu sent börn innflytjenda til umsjár heilbrigðisráðuneytisins þá að foreldrarnir væru á sakarskrá. Endurskoðandinn segir upplýsingarnar um sakarskrá foreldranna hafi verið svo óljósar að hvorki sé hægt að ráða af þeim hvort réttmætt hafi verið að skilja börnin frá foreldrunum eða að skila þeim til þeirra aftur. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna segir að börn innflytjenda sem voru skilin frá foreldrum sínum á landamærunum að Mexíkó hafi verið þúsundum fleiri en greint hefur verið frá opinberlega. Skráningarkerfi yfirvalda var svo lélegt að ráðuneytið veit ekki hversu mörgum fjölskyldum var stíað í sundur með stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump eða hversu mörgum hefur verið skilað. Mikil reiði og hneykslan blossaði upp þegar greint var frá því að í það minnsta 2.500 börn hefðu verið skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna síðasta sumar. Aðskilnaðurinn var tilkominn vegna nýrrar stefnu ríkisstjórnar Trump um að handtaka alla sem komu ólöglega til landsins og halda þeim á meðan niðurstaða fengist í mál þeirra fyrir dómstólum. Í nýrri skýrslu innri endurskoðanda heilbrigðisráðuneytisins, sem bar ábyrgð á að sjá um börnin sem voru tekin af foreldrum sínum ásamt heimavarnarráðuneytinu, kemur fram að byrjað hafi verið að stía fjölskyldum í sundur með þessum hætti nokkrum mánuðum áður en stefnan var kynnt opinberlega og að mun fleiri börn hafi verið tekin af foreldrum sínum. „Hversu mörg börn voru aðskilin til viðbótar er okkur og ráðuneytinu ókunnugt um,“ segir í skýrslunni að því er segir í frétt Politico.Vita ekki hversu mörgum hefur verið skilað Fyrst var byrjað að sundra fjölskyldum árið 2017 og þá í tilraunaskyni fyrir stefnuna sem Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, kynnti formlega í maí í fyrra. Í skýrslunni segir að flest þeirra um 2.500 barna sem dómstólar skipuðu ráðuneytinu að skila til foreldra sinna í fyrra hafi verið komin aftur til þeirra innan þrjátíu daga. Ekkert sé hins vegar vitað um hversu mörgum af þeim þúsundum barna sem voru tekin af foreldrum sínum áður en stefnan var kynnt formlega hefur verið skilað. Skipulagsleysi ríkti einnig í meðhöndlun Trump-stjórnarinnar á börnunum. Þannig fylgdist hún ekki með fjölskyldum sem höfðu verið aðskildar í einum gagnagrunni heldur á sextíu mismunandi stöðum. Það telur endurskoðandinn hafa flækt sameiningu fjölskyldnanna. Heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi í fyrra að hafa týnt sumum börnum í fleiri mánuði. Bent er á í skýrslunni að ríkisstjórnin hafi ítrekað þurft að uppfæra tölur um hversu mörg börn hún hefði í haldi síðasta sumar. Í fyrstu sagði hún töluna 2.053 í júní en í október var formlega talan orðin 2.668.Washington Post segir að 118 börn hafi verið skilin frá foreldrum sínum frá því í júlí og fram í byrjun nóvember í fyrra, eftir að ríkisstjórn Trump sagðist ætla að stöðva aðskilnaðarstefnu sína á landamærunum. Þá segir skýrslan að innflytjendayfirvöld hafi sagt aðalástæðuna fyrir að þau hefðu sent börn innflytjenda til umsjár heilbrigðisráðuneytisins þá að foreldrarnir væru á sakarskrá. Endurskoðandinn segir upplýsingarnar um sakarskrá foreldranna hafi verið svo óljósar að hvorki sé hægt að ráða af þeim hvort réttmætt hafi verið að skilja börnin frá foreldrunum eða að skila þeim til þeirra aftur.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38
Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11