Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi deilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2019 13:00 Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Samninganefnd sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er að meta stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og tekur meðal annars afstöðu til þess hvort vísa beri deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir gott að Samtök atvinnulífsins hafi opnað á að nýir kjarasamningar gildi frá áramótum. Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir að fjölmennasta félagið Efling og Verkalýðsfélag Akraness gengu úr samstarfinu og vísuðu sínum málum til ríkissáttasemjara í samfloti með VR. Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins með formönnum aðildarfélaganna sautján situr nú á fundi til að meta stöðuna í viðræðunum við atvinnurekendur að sögn Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra sambandsins. „Það er ætlunin að fara hér yfir vinnu undanfarinna vikna og mánaða. Við munum gera grein fyrir vinnunni í öllum undirhópunum. Stöðunni í kjaraviðræðunum almennt og í einstökum álitamálum,” segir Flosi. Dagurinn í dag verði notaður til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og meta næstu skref. Flosi segir viðræðunum miða áfram en ekki liggi fyrir hvort farið verði að fordæmi Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og VR með að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Það eru tekin einhver skref í þessum viðræðum. Þau eru lítil og það er eitt af því sem metið verður á fundinum þegar líður á daginn; hvort og hvenær sé ástæða til að visa þessari deilu til ríkissáttasemjara.”Þannig að það er á borðinu meðal annars, að ræða það?„Það er allt á borðinu,” segir Flosi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að atvinnurekendur væru tilbúnir til þess að láta nýja kjarasamninga gilda frá áramótum eftir að þeir nást ef samið verði á skynsamlegum nótum eins og hann orðaði það. „Við fögnum því að sjálfsögðu. Þetta var í upphaflegri kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem lögð var fram í október. Að samningar eigi að gilda frá þeim degi sem þeir gömlu falla úr gildi. Við fögnum því náttúrlega að atvinnurekendur séu farnir að fallast á þá eðlilegu kröfu,” segir Flosi Eiríksson. Niðurstaða fundarins í dag verði síðan lögð undir samninganefndir félaganna sautján. Viðræðum við atvinnurekendur án þátttöku ríkissáttasemjara verði ekki haldið áfram nema eitthvað miði í viðræðunum. Kjaramál Tengdar fréttir Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30 Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31 Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Samninganefnd sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er að meta stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og tekur meðal annars afstöðu til þess hvort vísa beri deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir gott að Samtök atvinnulífsins hafi opnað á að nýir kjarasamningar gildi frá áramótum. Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir að fjölmennasta félagið Efling og Verkalýðsfélag Akraness gengu úr samstarfinu og vísuðu sínum málum til ríkissáttasemjara í samfloti með VR. Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins með formönnum aðildarfélaganna sautján situr nú á fundi til að meta stöðuna í viðræðunum við atvinnurekendur að sögn Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra sambandsins. „Það er ætlunin að fara hér yfir vinnu undanfarinna vikna og mánaða. Við munum gera grein fyrir vinnunni í öllum undirhópunum. Stöðunni í kjaraviðræðunum almennt og í einstökum álitamálum,” segir Flosi. Dagurinn í dag verði notaður til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og meta næstu skref. Flosi segir viðræðunum miða áfram en ekki liggi fyrir hvort farið verði að fordæmi Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og VR með að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Það eru tekin einhver skref í þessum viðræðum. Þau eru lítil og það er eitt af því sem metið verður á fundinum þegar líður á daginn; hvort og hvenær sé ástæða til að visa þessari deilu til ríkissáttasemjara.”Þannig að það er á borðinu meðal annars, að ræða það?„Það er allt á borðinu,” segir Flosi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að atvinnurekendur væru tilbúnir til þess að láta nýja kjarasamninga gilda frá áramótum eftir að þeir nást ef samið verði á skynsamlegum nótum eins og hann orðaði það. „Við fögnum því að sjálfsögðu. Þetta var í upphaflegri kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem lögð var fram í október. Að samningar eigi að gilda frá þeim degi sem þeir gömlu falla úr gildi. Við fögnum því náttúrlega að atvinnurekendur séu farnir að fallast á þá eðlilegu kröfu,” segir Flosi Eiríksson. Niðurstaða fundarins í dag verði síðan lögð undir samninganefndir félaganna sautján. Viðræðum við atvinnurekendur án þátttöku ríkissáttasemjara verði ekki haldið áfram nema eitthvað miði í viðræðunum.
Kjaramál Tengdar fréttir Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30 Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31 Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30
Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31
Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“