Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 09:36 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42
Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51