Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. janúar 2019 06:45 Mótmæli eru tíð í Katalóníu og sögð ástæða handtakanna. Nordicphotos/AFP Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Benet Salellas, lögmaður CUP, flokks aðskilnaðarsinna sem bæjarstjórarnir tilheyra, sagði að handtökurnar væru óréttlátar og úr samhengi við brotið. Samkvæmt Salellas tengjast handtökurnar mótmælum sem fóru fram í Girona þann 6. desember. Er Salellas kom á ríkislögreglustöðina í Girona þar sem bæjarstjórunum var haldið var honum meinaður inngangur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég talaði spænsku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömuleiðis réttindi skjólstæðinga minna,“ sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er opinbert tungumál í sjálfsstjórnarhéraðinu og á Spáni í heild. Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu sniðgengu nefndarfundi í gærmorgun til þess að mótmæla handtökunum. Roger Torrent, forseti þingsins, sagðist styðja bæjarstjórana. „Við vonum að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi. Hættið þessari kúgun. Það er komið nóg af því að mótmæli séu bæld niður.“ Deila Katalóna og stjórnvalda í Madríd er í sömu pattstöðu og hún hefur verið frá sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu októbermánaðar 2017. Í febrúar fer fyrir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórnmálamanna og aðgerðasinna sem Spánverjar hafa haldið í varðhaldi í rúmt ár og ákært fyrir meðal annars uppreisn gegn spænska ríkinu. Carme Forcadell, ákærði fyrrverandi þingforsetinn, sendi frá sér yfirlýsingu um málsvörn sína í gær þar sem hún sagði málið pólitískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt reglum þingsins. Forseti Alþingis hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Forcadell en hún á yfir höfði sér sautján ára fangelsisdóm. Santi Vila, fyrrverandi viðskiptaráðherra héraðsins, gaf út sams konar yfirlýsingu. Sagði að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið fjármögnuð með skattfé. Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Benet Salellas, lögmaður CUP, flokks aðskilnaðarsinna sem bæjarstjórarnir tilheyra, sagði að handtökurnar væru óréttlátar og úr samhengi við brotið. Samkvæmt Salellas tengjast handtökurnar mótmælum sem fóru fram í Girona þann 6. desember. Er Salellas kom á ríkislögreglustöðina í Girona þar sem bæjarstjórunum var haldið var honum meinaður inngangur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég talaði spænsku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömuleiðis réttindi skjólstæðinga minna,“ sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er opinbert tungumál í sjálfsstjórnarhéraðinu og á Spáni í heild. Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu sniðgengu nefndarfundi í gærmorgun til þess að mótmæla handtökunum. Roger Torrent, forseti þingsins, sagðist styðja bæjarstjórana. „Við vonum að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi. Hættið þessari kúgun. Það er komið nóg af því að mótmæli séu bæld niður.“ Deila Katalóna og stjórnvalda í Madríd er í sömu pattstöðu og hún hefur verið frá sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu októbermánaðar 2017. Í febrúar fer fyrir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórnmálamanna og aðgerðasinna sem Spánverjar hafa haldið í varðhaldi í rúmt ár og ákært fyrir meðal annars uppreisn gegn spænska ríkinu. Carme Forcadell, ákærði fyrrverandi þingforsetinn, sendi frá sér yfirlýsingu um málsvörn sína í gær þar sem hún sagði málið pólitískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt reglum þingsins. Forseti Alþingis hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Forcadell en hún á yfir höfði sér sautján ára fangelsisdóm. Santi Vila, fyrrverandi viðskiptaráðherra héraðsins, gaf út sams konar yfirlýsingu. Sagði að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið fjármögnuð með skattfé.
Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira