Bjarni segir áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafa legið fyrir Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2019 20:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30
Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00