66 þúsund tonn af kolum Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Eitt af stóru málum okkar hjá Landvernd er baráttan gegn stóriðjuframkvæmdum sem auka mjög á losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þetta á meðal annars við um kísilver PCC á Bakka. Samkvæmt starfsleyfi hefur kílsilverið heimild til að brenna árlega 66 þúsund tonnum af kolum og þannig auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 8 prósent á ári. Fyrir jól féll úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði starfsleyfi kísilversins. Landvernd telur að starfsleyfið stangist meðal annars á við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því miður féllst Úrskurðarnefndin ekki á að ástæða væri til þess að afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar. Landvernd kallar eftir því að stofnanir ríkisins og fyrirtæki í eigu þess leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í raun og hætti að nota loftslagsmál sem tylliástæðu fyrir uppfyllingu virkjana- og verksmiðjudrauma sinna.Réttlæta eyðilegginguna Sumum er tamt að halda því fram að framlag okkar Íslendinga til loftslagsmála sé virkjun vatnsfalla og jarðhita til framleiðslu á hráefnum sem fara á heimsmarkað. Með því réttlæta sumir fyrir sjálfum sér þá eyðileggingu sem við höfum stundað á gríðarfögrum náttúruminjum Íslands sem eru oft einstakar í heiminum. Þá er því haldið fram að með því dragi úr framleiðslu hráefnanna með jarðefnaeldsneyti en ekki hefur verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi; eingöngu er ljóst að framboð af hráefninu er aukið. Landvernd er í þessu tilviki ekki sumir. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að benda á þau mörgu tækifæri sem við höfum til þess að draga úr okkar eigin losun gróðurhúsalofttegunda jafnframt því sem við verndum þann mikla auð sem býr í náttúrunni okkar og vera þannig góð fyrirmynd fyrir heiminn sem þjóð sem er kolefnisneikvæð. Með því yrðum við þjóð sem bindur meira af gróðurhúsalofttegundum en hún losar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stóru málum okkar hjá Landvernd er baráttan gegn stóriðjuframkvæmdum sem auka mjög á losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þetta á meðal annars við um kísilver PCC á Bakka. Samkvæmt starfsleyfi hefur kílsilverið heimild til að brenna árlega 66 þúsund tonnum af kolum og þannig auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 8 prósent á ári. Fyrir jól féll úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði starfsleyfi kísilversins. Landvernd telur að starfsleyfið stangist meðal annars á við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því miður féllst Úrskurðarnefndin ekki á að ástæða væri til þess að afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar. Landvernd kallar eftir því að stofnanir ríkisins og fyrirtæki í eigu þess leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í raun og hætti að nota loftslagsmál sem tylliástæðu fyrir uppfyllingu virkjana- og verksmiðjudrauma sinna.Réttlæta eyðilegginguna Sumum er tamt að halda því fram að framlag okkar Íslendinga til loftslagsmála sé virkjun vatnsfalla og jarðhita til framleiðslu á hráefnum sem fara á heimsmarkað. Með því réttlæta sumir fyrir sjálfum sér þá eyðileggingu sem við höfum stundað á gríðarfögrum náttúruminjum Íslands sem eru oft einstakar í heiminum. Þá er því haldið fram að með því dragi úr framleiðslu hráefnanna með jarðefnaeldsneyti en ekki hefur verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi; eingöngu er ljóst að framboð af hráefninu er aukið. Landvernd er í þessu tilviki ekki sumir. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að benda á þau mörgu tækifæri sem við höfum til þess að draga úr okkar eigin losun gróðurhúsalofttegunda jafnframt því sem við verndum þann mikla auð sem býr í náttúrunni okkar og vera þannig góð fyrirmynd fyrir heiminn sem þjóð sem er kolefnisneikvæð. Með því yrðum við þjóð sem bindur meira af gróðurhúsalofttegundum en hún losar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar