Floni gefur út nýja plötu í lok mánaðar: „Tónlistin gengur fyrir, ekki peningurinn“ Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2019 23:00 Platan inniheldur sjö lög. Magnús Andersen Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017. View this post on InstagramA post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST Það vakti athygli margra þegar Floni tók sig til og hreinsaði út af Instagram-síðu sinni á meðan hann var að vinna að plötunni. Hann segir það hafa verið gert til þess að einbeita sér alfarið að gerð plötunnar og leggja sig allan í ferlið. Tónlistin gangi alltaf fyrir. „Núna er fókusinn bara á tónlistinni sem ég vil gera og þess vegna vildi ég bara fara í smá „social media blackout“ til þess að ferlið gengi upp.“Magnús AndersenFerlið fór strax af stað eftir fyrstu plötu Fyrsta plata Flona vakti mikla athygli og skaut honum upp hratt upp á stjörnuhimininn. Floni, sem var glænýtt nafn í tónlistarheiminum á þeim tíma, er nú orðinn fastagestur á spilunarlistum margra Íslendinga og hefur komið fram á mörgum viðburðum síðan þá. „Hvatningin kom eftir Flona 1 þar sem hún gekk ótrúlega vel og ég er náttúrulega alltaf að þróa stílinn minn meira og vildi bara halda áfram,“ segir Floni og bætir við að platan hafi verið í vinnslu allt frá því að fyrsta platan kom út. Mörg lög hafi verið til í einhvern tíma og hin hafi svo fylgt í kjölfarið. Floni segir mikla vinnu liggja að baki og margir hafi hjálpað honum við gerð hennar, reyndir pródúsentar og hljóðfæraleikarar. Hann segir skemmtilegt að vinna tónlist í tölvu líkt og hann hefur gert hingað til en með hljóðfærunum komi meiri andi í plötuna. „Mér finnst þetta vera mjög „high quality“ stúdíó plata. Vinnslan á þessari plötu er mjög „professional“ og ég er kominn með alvöru hljóðfæri í þetta til að gera þetta meira lifandi,“ segir Floni og nefnir þar hljómborðsleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson sem er einn þeirra sem hefur unnið að plötunni með honum ásamt Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth. „Þetta er svo gaman, það að vinna að tónlist fyrir mér er bara geggjað og eitthvað sem ég finn mig í,“ segir Floni að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15 Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017. View this post on InstagramA post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST Það vakti athygli margra þegar Floni tók sig til og hreinsaði út af Instagram-síðu sinni á meðan hann var að vinna að plötunni. Hann segir það hafa verið gert til þess að einbeita sér alfarið að gerð plötunnar og leggja sig allan í ferlið. Tónlistin gangi alltaf fyrir. „Núna er fókusinn bara á tónlistinni sem ég vil gera og þess vegna vildi ég bara fara í smá „social media blackout“ til þess að ferlið gengi upp.“Magnús AndersenFerlið fór strax af stað eftir fyrstu plötu Fyrsta plata Flona vakti mikla athygli og skaut honum upp hratt upp á stjörnuhimininn. Floni, sem var glænýtt nafn í tónlistarheiminum á þeim tíma, er nú orðinn fastagestur á spilunarlistum margra Íslendinga og hefur komið fram á mörgum viðburðum síðan þá. „Hvatningin kom eftir Flona 1 þar sem hún gekk ótrúlega vel og ég er náttúrulega alltaf að þróa stílinn minn meira og vildi bara halda áfram,“ segir Floni og bætir við að platan hafi verið í vinnslu allt frá því að fyrsta platan kom út. Mörg lög hafi verið til í einhvern tíma og hin hafi svo fylgt í kjölfarið. Floni segir mikla vinnu liggja að baki og margir hafi hjálpað honum við gerð hennar, reyndir pródúsentar og hljóðfæraleikarar. Hann segir skemmtilegt að vinna tónlist í tölvu líkt og hann hefur gert hingað til en með hljóðfærunum komi meiri andi í plötuna. „Mér finnst þetta vera mjög „high quality“ stúdíó plata. Vinnslan á þessari plötu er mjög „professional“ og ég er kominn með alvöru hljóðfæri í þetta til að gera þetta meira lifandi,“ segir Floni og nefnir þar hljómborðsleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson sem er einn þeirra sem hefur unnið að plötunni með honum ásamt Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth. „Þetta er svo gaman, það að vinna að tónlist fyrir mér er bara geggjað og eitthvað sem ég finn mig í,“ segir Floni að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15 Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15
Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05
Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30