Skapa meiri eitraðan úrgang en ferskt vatn Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:30 Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. AP/Lenny Ignelzi Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira