Hlýnun hafsins hraðari og meiri en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 09:40 Langstærsti hluti þeirrar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif fanga hefur endað í heimshöfunum. Vísir/EPA Höf jarðar hlýna nú allt að 40% hraðar að meðaltali en talið var í síðustu stóru vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hækkandi hiti í sjónum er þegar byrjaður að drepa vistkerfi, hækka yfirborð sjávar og efla fellibyli. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektarrannsóknar sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Hún byggist ekki á nýjum athugunum heldur tekur hún saman niðurstöður þriggja rannsókna á sjávarhita. Vísindamennirnir sem stóðu að henni telja að hitinn í hafinu hafi slegið met í nokkur ár í röð. „2018 verður hlýjasta árið í höfum jarðar frá því að mælingar hófust eins og 2017 var hlýjasta árið og 2016 var hlýjasta árið,“ segir Zeke Hausfather, sérfræðingur hjá loftslagsrannsóknahópnum Berkeley Earth við New York Times. Stærsti hluti þeirrar hlýnunar sem hefur orðið á jörðinni vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum losunar manna á lofttegundum eins og koltvísýringi og metani hefur endað í sjónum. Áætlað er að hafið hafi drukkið í sig um 93% orkunnar sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið frá iðnbyltingunni. Fyrir vikið hefur ekki hlýnað eins mikið uppi á yfirborðinu. Höfin eru talin áreiðanlegri mælikvarði á hnattræna hlýnun þar sem þau eru ekki háð sömu dutlungum veðurbrigða og sveiflna og hiti á yfirborðinu. „Í reynd eru höfin að bjarga okkur frá gríðarlegri hlýnun núna,“ segir Malin L. Pinsky, aðstoðarprófessor í vistarfræði við Rutgers-háskóla. Hitinn sem höfin hafa dregið í sig þýðir að jafnvel þó að menn hættu alfarið losun gróðurhúsalofttegunda héldi hnattræn hlýnun áfram um nokkra hríð á meðan loftslagið næði nýju jafnvægi.Hefur gríðarleg áhrif á menn og dýr Afleiðingar hlýnunar hafsins eru margvíslegar. Með vaxandi hita eru viðkvæmar sjávarlífverur eins og kórallar í hættu, vatnið þenst út í hitanum og yfirborð sjávar hækkar og fellibylir hafa úr meiri orku að spila og geta þannig orðið öflugri en áður. Menn eru þannig í aukinni hættu vegna náttúruhamfara auk þess sem milljónir reiða sig á vistkerfin sem kórallar halda uppi. Með rannsókninni nú reyndu vísindamennirnir að komast fyrir óvissu sem plagaði eldri athuganir á hita í hafinu. Skoðuðu þeir þrjár rannsóknir sem taldar eru taka best tillit til skekkju í eldri mælitækjum. Niðurstaða þeirra var að hlýnunin í hafinu hefði verið töluvert meiri en áætlað var í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2014. Hún er nú í samræmi við það sem loftslagslíkön hafa gefið til kynna. Mest hefur hlýnað í efstu lögum hafsins og telja vísindamennirnir að hún hafi hert á sér undanfarna tvo áratugi. Í gestagrein sem höfundar rannsóknarinnar skirfa í Carbon Brief segja þeir að um 65% umframhlýnunarinnar sem menn hafi valdið hafi safnast fyrir í efstu 700 metrum hafsins, stærstur hluti hitans sem út af stendur sé í efstu tvö þúsund metrunum. Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Höf jarðar hlýna nú allt að 40% hraðar að meðaltali en talið var í síðustu stóru vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hækkandi hiti í sjónum er þegar byrjaður að drepa vistkerfi, hækka yfirborð sjávar og efla fellibyli. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektarrannsóknar sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Hún byggist ekki á nýjum athugunum heldur tekur hún saman niðurstöður þriggja rannsókna á sjávarhita. Vísindamennirnir sem stóðu að henni telja að hitinn í hafinu hafi slegið met í nokkur ár í röð. „2018 verður hlýjasta árið í höfum jarðar frá því að mælingar hófust eins og 2017 var hlýjasta árið og 2016 var hlýjasta árið,“ segir Zeke Hausfather, sérfræðingur hjá loftslagsrannsóknahópnum Berkeley Earth við New York Times. Stærsti hluti þeirrar hlýnunar sem hefur orðið á jörðinni vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum losunar manna á lofttegundum eins og koltvísýringi og metani hefur endað í sjónum. Áætlað er að hafið hafi drukkið í sig um 93% orkunnar sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið frá iðnbyltingunni. Fyrir vikið hefur ekki hlýnað eins mikið uppi á yfirborðinu. Höfin eru talin áreiðanlegri mælikvarði á hnattræna hlýnun þar sem þau eru ekki háð sömu dutlungum veðurbrigða og sveiflna og hiti á yfirborðinu. „Í reynd eru höfin að bjarga okkur frá gríðarlegri hlýnun núna,“ segir Malin L. Pinsky, aðstoðarprófessor í vistarfræði við Rutgers-háskóla. Hitinn sem höfin hafa dregið í sig þýðir að jafnvel þó að menn hættu alfarið losun gróðurhúsalofttegunda héldi hnattræn hlýnun áfram um nokkra hríð á meðan loftslagið næði nýju jafnvægi.Hefur gríðarleg áhrif á menn og dýr Afleiðingar hlýnunar hafsins eru margvíslegar. Með vaxandi hita eru viðkvæmar sjávarlífverur eins og kórallar í hættu, vatnið þenst út í hitanum og yfirborð sjávar hækkar og fellibylir hafa úr meiri orku að spila og geta þannig orðið öflugri en áður. Menn eru þannig í aukinni hættu vegna náttúruhamfara auk þess sem milljónir reiða sig á vistkerfin sem kórallar halda uppi. Með rannsókninni nú reyndu vísindamennirnir að komast fyrir óvissu sem plagaði eldri athuganir á hita í hafinu. Skoðuðu þeir þrjár rannsóknir sem taldar eru taka best tillit til skekkju í eldri mælitækjum. Niðurstaða þeirra var að hlýnunin í hafinu hefði verið töluvert meiri en áætlað var í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2014. Hún er nú í samræmi við það sem loftslagslíkön hafa gefið til kynna. Mest hefur hlýnað í efstu lögum hafsins og telja vísindamennirnir að hún hafi hert á sér undanfarna tvo áratugi. Í gestagrein sem höfundar rannsóknarinnar skirfa í Carbon Brief segja þeir að um 65% umframhlýnunarinnar sem menn hafi valdið hafi safnast fyrir í efstu 700 metrum hafsins, stærstur hluti hitans sem út af stendur sé í efstu tvö þúsund metrunum.
Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34